Um hlegina var ég meira og minna uppi í reiðhöll Fáks í Víðidal þar sem Hundasýning HRFÍ var haldin. Það var mikið um fólk og hunda og ofsalegt stuð. Á laugardeginum vorum við Moli komin upp í höll kl hálf ellefu um morgunin til að taka myndir af kynningarbásnum og gera okkur tilbúin að leifa fólki að tala við okkur, fá að klappa Mola og fræðast um tegundina. Við vorum með Dýra og Fíónu á básnum frá 11-13 og var nóg að gera hjá okkur.
Þagar leið á tíman kom Kolla ræktandinn minn og sagði að hún væri með hvolpana út í bíl og spurði hverjir vilja koma og sjá. Ég og Kristín ákváðum að fara og sjá þá og þvílíkir gullmolar. Kolla er með eina tík sem heitir Ugla og allir vilja fá hana þrátt fyrir að hún sé ekki tík sem eigi að vera notuð til ræktunar og er síst af hvolpunum. Kolla hefur sagt nei við alveg ofsalega marga en segir svo við mig að Berglind mætti fá hana ef hún vildi sem segir soldið mikið hvað hún treystir henni mikið og mér fyrir að benda á góðan eiganda. Ugla er alveg ofsalega falleg þrátt fyrir alla hennar galla en málið er líka það að hún er undir 500 g og er viku eldri en Sölku hvolpar en þeir eru 600 g, þannig að Ugla verður alltaf lítil.
Svo eru það Sölku hvolpar þeir eru alveg dásamlegir feitir og frábærir. Það er svo gaman að sjá þá aftur. Þarna er Kristín með einn af fitibollunum en ofsalega fallegur.
Á sunnudeginum mæti ég upp í höll strax kl 9 um morguninn til að horfa á Chihuahua hundana og það var alveg ofsalega gaman. Stormur hennar Ástu Maríu vann hvolpaflokkinn hjá rokkunum og var alveg æðisleguur. Við Moli fórum svo á básinn um hálf ellefu leitið og sátum þar þangað til Rupp og eigandinn hans komu og sátu með okkur. Við Moli skelltum okkur svo í stutta heimsókn heim til pabba og mömmu eftir allt hundastandið og slöppuðum af. Davíð kom svo heim úr Aiesec ferðinni sinni um fjögur leitið á sunnudaginn og þá fórum við út að labba í góðaveðrinu og fórum svo og þrifum leikskólann.
Helgin var mjög fín mikið að gera sem er gott þegar maður er einn heima. En ég kveð að sinni
Fjóla Dögg
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment