Það verður nóg að gera hjá mér í þessari viku og ætla ég að byrja á deginum í dag. Ég er að vinna til 14 eins og venjulega hjóla þá heim (vegna þess að ég er svo fruntalega dugleg), fæ mér smá að borða svo ætla ég að byðja Ömmu um að þíða bronsprófið svo ég viti nákvæmlega hvernig það er uppbyggt fyrir Mola. Eftir það ætla ég svo með hann út í smá þjálfunn áður en ég þarf að rjúka afstað í leikfimi með Davíð.
Um helgina er Davíð að fara upp í sumarbústað með fólki úr Aiesec að Aiesecast einhvað og verður alla helgina, þessvegna förum við á fund eftir leikfimina með þessu fólki til að skipuleggja helgina. Þega fundurinn er búinn þurfum við svo að þrífa leikskólann og drífa okkur svo heim og elda einhvað áður en ég þarf að fara á kynningarfund heima hjá Halldóru sem byrjar kl 20:00 þar sem við erum að fínpússa allt varðandi Kynningarbásinn á hundasínungunni sem verður um heigina. Þannig að eins og þið sjáið er nóg að gera hjá mér í dag.
Vikan verður líka mjög annrík hjá mér þar sem mér var falið það hlurverk að hringja í fólk og biðja það um að vera á básnum hjá okkur. Ég þarf t.d. að senda sms á alla á fimmtudaginn til að minna þau á að koma. Davíð fer svo á föstudaginn um sex leitið og þá verð ég ein yfir alla helgina :(. Ég verð þá bara að finna mér einhvað að gera. Það verður allavegana nóg að gera fyrripart dagsinns á laugardag og sunnudag þar sem ég og Moli verðum á kynningarbásnum. Ég hef það líka sterklega á tilfinningunni að ég þurfi að vera meira og minna þarna að hjálpa til sem er svo sem ágætt þar sem ég hef ekkert annað að gera.
Ég er samt búin að ákveða að skella mér bara í langar hressingargöngur með Mola og taka einhvern með sem er ekki allt of upptekin. Ef veður leifir langar mig ofsalega mikið í fjöruferð og að rölta hjá Búrfellsgjá og taka kanski nesti með.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag
Kveð að sinni
Fjóla Dögg á fullu
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment