Jæja við Davíð skelltum okkur með Mola á föstudaginn í sumarbústað með tengdó Benjamín og Guðlaugu Maríu. Við vorum komin um hálf átta leitið um kvöld og það fyrsta sem við gerðum var að fá okkur að borða að sjálfsögðu. Við fengum alveg ofsalega góða haborgara. Við skelltum okkur líka í heitapottinn í smá stund, spiluðum smá skák, fórum í Ice age 2 leik og svo ákváðum við að skella okkur í bólið.
Morguninn eftir vöknuðum við Davíð um hálf níu leitið og fórum fram úr. Moli var alveg ofsalega spenntur og ánægður að við vorum loksins vöknuð þannig að við fórum með hann út að pissa. Eftir það reyndi Moli allt sem hann gat til að vekja Guðlaugu og það heppnaðist á endanum. Guðlaug var voða glöð að litla skotti væri svona glatt að sjá hana og hafi náð að vekja hana.
Við biðum í smá tíma eftir að allir voru vaknaðir og fengum okkur þá morgun mat. eftir matin var ákveðið að fara í gönguferð þar sem Moli gæti fengið að njóta sín. Við skelltum okkur í nálægan skó og tókum góðan göngutúr þar. Við byrjuðum á því að rölta nálægt vatni sem endaði svo með því að við þurftum að vaða yfir soldi straumharðan læk allavegana fyrir Mola. Við öll skelltum okkur úr skóm og sokkum og byrjuðum að vaða yfir. Ég alltaf jafn hörð sagði við Davíð að Moli gæti alveg farið yfir sjálfur og við ættum ekki að halda á honum. Viti menn Moli skellti sér bara útí ánþess að við sögðum neitt viða hann og synti yfir eins og herforingi gegnum strauminn. Hann er náttúrulega duglegasti hundur í heimi. Moli var líka svo stoltur þegar hann var kominn yfir all by him salf og dillaði rófunni stanslaust.
Þegar þessu var lokið gengum við um svæðið og skoðuðum náttúruna sem var æðisleg. Það var stórt vatn þarna og foss, æðislega fallegt landslag og veðrið var stórkoslegt. Við röltum áfram og nutum þess að vera úti. Þarna er Benjamín, Davíð , Moli, Guðlaug og Sveinbjörn þegar við vorum komin upp.
Eftir gönguna keyrðum við svo og fengum okkur ís sem var mjög vel liðið hjá öllum göngugörpunum. Moli fékk meira að segja að sleikja restina af ísnum hjá mér og var ekkert smá sáttur.
Við lögðum svo afstað aftur upp í bústað þar sem hafist var handa að elda mat áður en við þurftum að fara aftur í bæinn. Við fengum alveg ofsalega gott svínakjöt, steigtarkarteflur með lauk og fullt af salati.
Við Davíð og Moli hófum svo leiðina heim um hálf fjögur leitið þar sem ég þurfti að fara ða vinna vinnudag dauðans (ekki vel liðið já mér). Við hefðum sko alveg viljað vera lengur það hefði verið frábært.
En ég heyri í ykkur og þið fáið knús og kossa frá mér, Davíð og Mola.
Bless í bili Fjóla, Davíð og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment