Þessi hvolpur er nú samt ekki nema nokkra vikna að ég held þannig að hann er nú ekki farin að hreifa sig mikið um og skoða heimin en eiðir þeim mun meiri tíma í að hugsa um það.
Sjáiði hvað maður er nýr og bleikur og yndislegur. Þegar ég sé svona myndir langar mig ekkert meira en að klípa (samt ekki fast) í litu bleiku bumbuna og knúsa og kjassa svona lítið stýri. Þetta er svo fullkomin sköpun allt er svo vel skipulagt hvert einasta smáatriði.
Ég ætla að enda í dag með bæn hundsins
Ég lifi varla lengur en 15 ár. Mér líður illa án þín, hugleiddu það áður en þú tekur mig að þér. Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja til hvers þú ætlast af mér. Hrós þitt og umbun er sem sólargeisli - refsing sem þumgur dómur. Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel. Þú hefur þína atvinnu, átt þína vini og ánægjustundir - ég á bara þig. Talaðu við mig. Enda þótt ég skilji ekki mál þitt, þá skil ég tón raddar þinnar. Augu mín og látbragð eru mín orð. Áður en þú slærð mig, bið ég þig að muna, að með beittum tönnum get ég kramið hönd þína, en ég mun aldrei beita þig ofbeldi. Ef þér finnst ég leiðinlegur vegna annríkis þíns, mundu þá að stundum líður mér illa og verð pirraður, til dæmis í sólarhita. Annastu mig þegar ég verð gamall. Án þín er ég hjálparvana. Deildu með mér gleði þinni og sorgum. Veittu mér hlutdeild í lífi þínu, því ÉG ELSKA ÞIG.
3 comments:
Alltaf jafndugleg Fjóla mín!!! Þú ert bloggsnillingur...tvö Fjólublogg á dag koma deginum í lag :)
æi en sætt :)
útsígú ji ég er svo sammála þér langar svo að "klípa" í litlu sætu bleiku bumbuna ;o) ég held bara að þetta sé ein sætasta mynd af hvolp sem ég hef séð, svo mikið krútt svona á bakinu með bleiku bumbuna :o)
Belelind
Post a Comment