Wednesday, March 22, 2006

Cavalier King Charls Saniel


Planið er að fá sér Cavalier skott sumarið 2007. Það er því ekki seinna vænna að byrja að skoða ræktendur og hunda þar sem eftirspurnin er mikil og getur verið vanfundið að finna heilbrigðann góðann hvolp. Vandamálin sem koma upp við val á Cavalier eru ekki þau sömu og þegar velja skal t.d. Chihuahua. Alskyns sjúkdómar herja á Cavalier tegundina sem geta verið lífshættulegir dýrinu og kostað mikla penninga summu að koma í lag með aðgerðum og lyfjum. Þessvegna þarf að vanda valið MJÖG VEL þegar velja skal Cavalier hund. Sem betur fer hef ég góðan tengilið sem hægt er að leita ráða hjá sem er alfróð um tegundina og sjúkdóma hennar.
Hér kemur stutt lýsing á helstu einkennum tegundarinnar

Lýsing
Cavalier er vinalegur, kátur og blíður hundur, sem hefur orðið gífurlega vinsæll um allan heim. Á marga vegu er þetta fyrirtaks fjölskylduhundur og félagi. Cavalier er harðger, mjög félagslyndur og barnelskur. Hann er af þægilegri stærð, hann er með stærstu smáhundunum. Cavalier þolir vel kalda veðráttu og er tiltölulega auðveldur í þjálfun. Virkur, þokkafullur, ástúðlegur og óttalaus. Þessi litli spaniel var veiðihundur sem rak upp bráð, þefaði hana uppi og kom auga á hana. Cavalier geltir yfirleitt ekki óhóflega, og er ekki heppilegur varðhundur. Hann er greindur og kröftugur hundur.

Uppruni
Heimaland Cavalier er England en almennt er talið að hann eigi ættir sínar að rekja til Kína eða Japan. Árið 1920, kom Amerískur maður að nafni Roswell Eldridge á Crufts hundasýninguna í London í leit að King Chales Spaniel hundum með langt trýni, eins og sáust á málverkum eftir Van Dyck, af Karli konungi II og spaniel hundunum hans. Cavalier var nær útdauð tegund í lok 19. aldar en náði sér þó aftur á strik í kringum 1960. Árið 1940 var Cavalier viðurkennd tegund, en áður var hann sagður vera sama tegund og King Charles Spaniel.

Umhirða
Dagleg burstun og reglulegt bað. Fylgjast þarf með augum og eyrum.Cavalier fer nokkuð mikið úr hárum.HreyfingCavalier þarf meðalmikla hreyfingu en sættir sig þó við það sem eigandinn býður honum. Hann elskar útivist og að fá að hlaupa laus. Nauðsinlegt er fyrir Cavalier eigendur að hafa aðgang að garði.

Leyfilegir litir
Blenheim: kastaníubrúnir flekkir á perluhvítum grunni. Þrílitur: perluhvítur með svörtum flekkjum með brúnu á kinnum, yfir augum, innanfótar og undir skotti. Rúbínrauður: einlitur kastaníubrúnn. Svartur og gulbrúnn: hrafnsvartur með brúnum flekkjum á kinnum, doppur yfir augum, innan í eyrum, á bringu , fótum og undir skotti.

Hæð á herðakamb 25 - 34 sm.

Þyngd 5 - 9 kg.

Þeir sem hafa áhuga á þessari tegund geta skoðað eftir farandi sýður
http://www.hvuttar.net/?h=3432&g=117
http://cavalier.is/
http://cavalierhealth.com/ þar er hægt að skoða þá sjúkdóma sem hrjá tegundina

3 comments:

Anonymous said...

sælar til hamingju með bloggið.. alltaf gaman að hafa einhvað annað að lesa en skólabækurnar ;) Moli er eins og geimrotta á myndinni þar sem hann er með hnetusmjörskrukkuna hahah frekar fyndið

Fjóla Dögg said...

Já hann er alveg svakalegur á þessari mynd.

Anonymous said...

Flott síða hjá þér fjóla mín...og moli auddað líka. Skautakappinn er nú aldeilis sætur og fimur...en ég myndi nú frekar vilja hvolp í stað hans ;)
Vertu nú dulleg að blogga og ég fylgist spennt með :)