Saturday, May 01, 2010

Við erum komin...

... til Flórída. Þrátt fyrir mjög langa keyrslu út á völl þá náðum við fluginu og allt gekk vel. Moli var í bakpoka hjólatöskunni sinni og hafði það bara kósý á leiðinni án nokkura vandræða enda bestasti hundur í geyminum. Fyrir aftan okkur í vélinni var eldri kona sem var greinilega að fljúga í fyrsta skipti því allt var svo framandi fyrir hana. Hún hrósaði mola alveg í bak og fyrir hvað hann væri duglegur að láta ekki heyra frá sér eitt píp en við vitum nú hvað það er auðvelt fyrir hann ;9.
Í dag vaknaði ég eld snemma og átti erfitt með að sofna aftur en náði að dotta smá áður en pabbi og mamma vöktu mig um hálf 8. Við kíktum út að sundlaug í klukkutíma og fórum svo í búðarölt en fyrst fengum við okkur taco bell en fyrir þá sem ekki vita eru pabbi og mamma vitlaus í taco bell.
Ég keyfti mér opna skó í Target eitthvað sem mig vantaði nauðsynlega og svo versluðum við inn í matinn í Wal Mart en ég verð að viðurkenna að ég bvar verulega farin að sakna alvöru Wal Marts því það sem er rétt hjá okkur er algjört PRUMP!!!
En núna erum við komin heim búin að fá okkur smá kaffi og erum að spá í að horfa á Amazing Race áður en við undirbúum matinn en ég fæ alvöru íslenskan salt fisk með smjörva og alles ummm....
Moli minn er held ég að batna í maganum en hann fékk hrottalega í magan í gær og er enþá með mjúkan kúk :S. Hann er samt með matarlist og ég náði að koma í honum jógúrti í dag ásamt smá af hans hundamat blandað saman við pínkupons af slátri til að hann myndi nú öruglega koma þessu öllu niður og það tókst THANK GOD!
Á morgun er svo planið að fara á einhvern úti markað og eitthvað meira.
En nóg með það ég kem með frekari fréttir síðar :D.

Knúsar Fjóla og Moli

1 comment:

Anonymous said...

Gott að heyra að allt gekk vel í fluginu :) Vona að Moli hressist fljótt!
Knúsar
A7