Friday, May 14, 2010

Fréttur af okkur Mola

Við erum enþá hér í paradísinni á Flórída þótt það sé farið að nálgast endalok þessarar ferðar. Ég er farin að taka lit og ætla að vera geðveikt dugleg í sólinni þangað til ég fer heim svo ég sé brún og sæt þegar Davíð minn útskrifast.
Í dag fór geimskutlan Atlantis í loftið í seinasta sinn. Við vorum út við laug þegar hún fór í loftið og sáum hana bara alveg þó nokkuð vel eins og þið getið séð á myndunum hér á eftir :D.
Annars er allt gott að frétta af mér er bara að átta mig á því meir og meir hvað það er stutt í EUROVISION og að ég fái að hitta elsku Helgu mína og elsku Kristínu mína og alla voffana en ég get ekki BEÐIÐ :D. Ég er samt að átta mig á því að ég er að leggja afstað eldsnemma þann 24 maí með tengdó til New york sem tekur 5 tíma ca, svo fer ég í flug sem tekur ég veit ekki hvað marga allavegana 8, svo bíð ég í Finnlandi í svona 3 tíma og kemst svo loksins til Noregs um 1 pm 25. maí þannig að ég þarf að pína mig í að sofa í vélinni svo ég verði hress og kát að hitta stelpurnar og svo að fara á fyrstu undankeppnina um kvöldið :D.
Við ætlum að kíkja á ströndina allavegana einu sinni en áður en ég og Moli förum heim sem er frábært. Ég hef samt skemmt mér alveg hrillilega vel og notið þess í botn að vera í algjöru leti þar sem maturinn er bara eldaður ofaní mig og ég þarf ekki einu sinni að sjá um matinn hans Mola pabbi eða mamma sjá yfirleitt um hann :D. Ég er aftur á móti búin að versla allt of mikið og er ekki að taka neitt af því fyrir utan gjöfina hans Davíðs. Ég er búin að standa í miklu basli að reyna að létta tökuna svo ég komi matnum með sem pabbi og mamma komu með heim frá Íslandi en það tók mikið á enda er nánast ekkert í töskunni nema fötin sem ég tók með að heiman og maturinn sem p og m komu með. Ég þarf að pína aumingja Mola minn en hann þarf að hafa stóru Nikon vélina í sinni tösku því það er ekki pláss fyrir hana annarstaðar :S.
En nú er nóg komið af blaðri :D.

Hérna er svo geimskutlan á leið út í geim

nær mynd sést sant eiginlega ekkert nema eldur ;D

Allir mættir út að laug að sjá skotið

leifarnar :9

Knúsar héðan :D

Fjóla og co

1 comment:

Helga said...

Frábært að þið Moli hafið verið í svona dekri. Svona var þetta líka þegar mútta var í heimsókn :p
En þetta verður langt ferðalag fyrir þig hingað, þú verður bara að leggja þig smá þegar þú kemur.
Ég setti inn blogg í fyrradag, svo endilega kíktu ;)
Knúsar frá mér og voffaskrípunum