Thursday, May 06, 2010

Fréttir

Jæja í dag fórum við í sólbað og lentum næstum í alvöru baði því nokkrum mín eftir að við vorum komin inn kom grenjandi rigning.
Við kíktum svo út í smá búðar rölt og gerði ég alveg skuggalega góðan deal á Skrapp bókum en ég fékk þrjár bækur á $10 sem er alveg fárnánlega gott :D. Við kíktum líka í petco fyrir Mola, Ross fyrir okkur mömmu en mamma og pabbi gáfu mér gegjaða peysu úr þeirri búð :D og svo fengum við okkur smá Planet Smoothie á leiðinni heim. Núna erum við bara heima og förum að undurbúa matinn fljótlega en ég held að það verði karrý kjúklingur sem er bara gott og holt :D.
Í kvöld næ ég svo kanski að plata þau að horfa með mér á Wall-E eða Tim Hawkins stand up þannig að það er bara rólegt kvöld heima.
Annars erum við hjónin með góðar fréttir en hann Davíð minn er að fara í atvinnuviðtal í gegnum síma við Utanríkis ráðið heima á Íslandi (ég vona að ég sé ekki að segja einhverja vitleysu) og værum við mjög þakklát ef þið hefðuð hann í bænum ykkar og að viðtalið gangi vel því þetta væri alveg hreint frábært fyrir okkur ef hann fengi þetta starf, vonandi er þetta bara það sem við höfum beðið eftir.
En ég sendi bara knúsa heim og til Noregs og til Califroniu ;D

Fjóla og Moli

3 comments:

Helga said...

Frábært að Davíð hafi fengið þetta viðtal :D Ég bið fyrir honum.
Saknaðarknúsar frá Norge

Anonymous said...

Knúsar á ykkur á Flórida :)
A7

Anonymous said...

Vona svo sannarlega að viðtalið gangi vel og hann fái vinuna :)

Knús Kristín