Tuesday, May 11, 2010

Eurovision nr 3

Þá er komið að þriðja Eurovision blogginu mínu en hér koma mín fyrstu viðbrögð þegar ég heyrði lögin fyrst. Gjöriði svo vel :D.

Úkraína: NEI!!!!! Þetta er það eina sem ég skrifaði því það er ekki vert að segja meira þetta er bara alveg hræðilegt sorry :S.

Aserbaijan: Gellan er að reyna ða vera aðeins og cool en lagið gæti verið ok á sviði. Það er samt soldið kjánalegt hvernig er verið að reynað að blanda R&B í þetta en það er hálf kjánalegt.

Svíþjóð: Stelpan er með örðuvísi og sérstaka rödd. Lagið finnst mér bara ekkert skemmtilegt ekkert hræðilegt en ekkert varið í það og er soldið hissa að þetta sé að koma frá Svíþjóð :S.

Sviss: Þetta lag gerir ekkert fyrir mig nákvæmlega ekkert og franskan gerir lagið bara enþá ömurlegra :S.

Danmörk: Jú þetta er svona dúlló lag með smá krafti en ég veit ég hef heyrt þetta áður er ALVEG eins og eitthvað annað lag ég bara kem því ekki fyrir mig.

Ísrael: Sjarmerandi lag og sætur strákur. Hann syngur virkilega vel og lagið er gull fallegt en eins og er þá er þetta væntanlega uppáhalds lagið mitt hingað til :D. Ég vil þetta áfram en það kemur mér á óvart að þetta sé að koma frá Ísrael því vanalega eru þau með alveg ógeðslega væmin og leiðinleg lög.

Armenía: Jú þetta lag lofar rosalega góðu, er svona hækt að dilla sér við það en er á sama tíma frekar rólegt og fallegt. Þetta er með betri lögunum með Eurovision upphækkun og allt ;D.

Litháen: Soldið skemmtilegt, svona all over the place en samt á góðan hátt. viðlagið gerir lagið. Soldið erfitt að skilja enskuna hjá þeim en mér finnst að því meira sem ég hlusta á þetta lag því minna fíla ég það ;D.

Knúsar á ykkur :D

No comments: