Tuesday, May 11, 2010

Fréttir dagsins :D

Héðan er allt gott að frétta. við kíktum í sólina í dag og vona ég að ég nái smá lit áður en ég fer heim. við kítum svo í búðarölt og í eina af mínum uppáhalds búðum Dollar Tree :D. Ég náði að finna alveg trubblaðar stuttbuxur sem ég er ekkert smá ánægð með og svo fann auka gjöf fyrir afmælisgjöfina hennar Helgu minnar þannig að ég er núna komin með allt og vona ég alveg innilega að hún verði ánægð því hún á það svo sannarlega skilið :D.
Davíð er búin með fyrsta prófið sitt og er núna ða vinna á prófi nr 2 en það er heimapróf sem hann hefur tvo sólahringa til að ljúka. Davíð fór í síma atvinnu viðtal á mánudaginn og gekk þaðbara vel vonum við en það vor 150 mans sem sóttu um vinnuna og það er búið að velja 40 mans úr þeim hóp en það eru 5 störf í boði þannig að þið megið endilega biðja fyrir þessi en við erum bara að vona að það er þetta sem við erum búin að vera að bíða eftir og treysta Guði fyrir.
En ég bið að heilsa ykkur öllum og sendi knúsa heim, og til Noregs og til Californiu ;D.

Fjóla og Moli

2 comments:

Helga said...

Vúhú, fleiri afmælisgjafir :D Líst vel á þetta :D Bið fyrir þessum vinnumálum.
Fullt af knúsum og hlýjum kveðjum héðan :*

Anonymous said...

Vona svo sannarlega að vinnumálin eigi eftir að ganga upp :)

Knús Kristín