Sunday, December 30, 2007

Til hamingju með Daginn!

Innilega til hamingju með daginn elsku hjartans engla gullið mitt. Loksins ertu búin að ná mér í aldri en því miður varir það ekki lengi eins og alltaf ;).
Ég vona að dagurinn þinn meigi vera fullkominn og að þú meigir skemmta þér konunglega vegna þess að það er það sem þú ert í dag Konungur :D.
Eitt ljóð að lokum til amfmælisbarnsins.

Þú ert mér allt

ég elska þig meira en malt.

Þú ert ynndið mitt hér og nú

þér mun ég ætið vera trú.

Ég hef markt annað um þína snild að segja

en ég held það sé komið nóg og ætla því að þegja.

:D

En og aftur til hamingju með daginn hjartað mitt.

Saturday, December 29, 2007

Besta partý lag EVER


Ef ykkur finnst þetta ekki vera það Coolaðasta sem þið hafið séð þá kunnið þið ekki að meta tónlist ;)

Fjóla og Moli

I am Legend

A.T.H Þeir sem ætla að sjá þessa mynd og vilja ekki vita neitt um hana ekki lesa þessa blogg færslu strax.
Við Davíð minn skelltum okkur á myndina I am Legend með Will Smith. Tommi bestasti gaf okkur nefnilega tvo miða í lúxussal og skelltum við okkur með honum í kvöld.
Myndin kom á óvart, þrátt fyrir það að ég þoli ekki að í myndum sem þessari og t.d. the Mummu þá verða þessir fyrrum menn ef við getum kallað þá það allt í einu rosalega liðugir í kjálkavöðvunum og geta svo öskrað alveg hátíðni öskur allt í einu, mjög asnalegt finnst mér. Fyrir þá sem ekki vita er myndin í stuttumáli um þann eina eftir lifandi mann í New York og hundin hans Sam (Sheffer) og báráttu þeirra við að lækna síktar mannverur. Þetta er náttúrulega soldið flóknara en þetta en þið verðið bara að sjá hana. Það sem er athygglisvert er hvað Kristgerfingurinn er sterkur í gegnum myndina. Í fyrstalagi heitir myndir I AM legend, í öðrulegi hann berst við myrkraverur s.s. barátta milli góðs og ills, í þriðjalagi er svarið í blóðinu og í fjórðalagi fórnardauði söguhetjunar. Það er væntanlega nóg annað sem ég hef ekki talið upp og einhvernvegin held ég að hún Helga ætti að geta fundið það eins og skot ;).
Ég allavegana var sátt mínus þessu hallærislegu öskurapa. Ég mæli með að þið sjáið hana mjög athygglisverður söguþráður þannig séð að vera nánast einn í heiminum.

Guð blessi ykkur Fjóla og Moli

Thursday, December 27, 2007

Enþá í jólafríi og það er GEGJAÐ!!!!!

Jæja við Davíð erum bara búin að vera í endalausum jólaboðum yfir hátíðarnar. Á jóladag vorum við hjá afa og ömmu uppi og var það alveg frábært eins og alltaf. Það var hámað í sig graflaxi í forrétt, hangikjöti í aðalrétt og ís í eftirrétt.
Eins og venjulega mættu mamma pg pabbi ásamt Hlynsa og Dísu, Jóhann og Krísa ásamt Lilly og Coco Mola til mikillar gleði og svo Maddi frændi og Dagný kærastan hans og svo litli Jóhann frændi. Ingibjög og Röðull komu ekki þar sem þau voru hjá fjölskyldunni hans Röðuls um jólinn. Ég hef náð að fara í göngu með Helgu bestustu og var það algjör nauðsyn. Í gær fórum við svo til Keflavíkur til Sigga og ömmu Löllu í nautalund og ís. Við hittum þar Ástu og Guðjón ásamt tengdó audda og GMS en Benjamín var hvergi sjáanlegur þar sem hann ákvað að fara í brúðkaup í staðin. Við spiluðum svo Party og Co þar sem var kept í liðum og auðvita tókum við Davíð þetta en ekki hvað Whot! ;D
Á morgun er okkur Davíð svo boðið á Holtið í hádegismat ásamt tengdó Guðlaugu, Banjamín, Boggu og Svenna langa afa og ömmu Davíðs og ömmu Löllu ömmu hans Davíðs. Seinna um kvöldið förum við örugglega í bíó með Tomma þar sem hann gaf okkur boðsmiða fyrir tvo í luxussal og hlakkar okkur rosalega til þess. Nú fer að styttast í að Davíð nái mér í aldri og verður örugglega mjög notarlegt hjá okkur þann dag. Annars er bara legið í leti hérna heima og horft á bíómyndir og slappað af.
Núna er Davíð reyndar að læra fyrir Jessup keppnina vegna þess að hann er að fara að hitta gengið á morgun. Jæja þer sem ég er vön að skella inn fult af myndum ælta ég ekki að bregðast ykkur í þetta skiptið og hér koma þær njótið vel.

Moli og Davíð hjá ömmu Löllu

Ásta einbeitt að spila

Systkinin sæt saman

Ég og Moli

Kær kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, December 25, 2007

Jólamyndir

Ég og Moli ný komin til pabba og mömmu

Hér erum við hjóninn með litla soninn ;) við jólatréið
hjá pabba og mömmu

Mér fanst þessi mynd svo fyndin af Hlynsa meðMolann sinn að ég varð að setja hana inn. Ég kýs að kalla hana litill vs STÓR

Hlynur tilbúin að fara að borða fiskisúpu en hún var í forrétt svo var Svínabógur í aðalrétt og ískaka, marensterta og mokkaís í eftirrétt ásamt smákökum frá Karó ;)

Mamma og pabbi yndisegust svo flott

Við hjóninn

Eftir allan þennan mat gátu kallarnir á heimilinu ekki annað en lagst á meltuna þeir voru svo saddir en þetta er árlegur viðburður á heima hjá pabba og mömmu og ekki ætlum við að hætta honum

Við Davíð og Moli fengum alveg rosalega mikið að gjöfum og vorum við alveg rosalega ánægð með allt sem við fengum

Moli með uppáhalds dót kvöldsins og með þverslaufuna frá Helgu vinkonu, það sést ekki en hann er með Pucci rakspírafrá Kristínu vinkonu og vorum við öll gáttuð á því hvað litin var lík venjulegum rakspíra fyrir menn enda ylmaði hann líkamjög vel. Eg verð bara að segja það er valla hækt að verða virðulegri en þetta eða hvað finnst ykkur?


Ég vil bara hafa það skjalfest svo þetta gleymist ekki að það voru hvít jól í ár sem er ekkert nema dásamlegt og um rúmlega sex á aðfangadag komu tvær eldingar og þrumur sem hefur aldrei gerst öll mín jól á Íslandi.
Kær kveðja Fjóla og Moli

Monday, December 24, 2007

Moli segir...

Gleðileg Jól

og farsælt komandi ár!

Takk fyrir allt það liðna.

Fjóla og Moli

24. desember Aðfangadagur

Í kvöld jólin eru að koma. Gleðileg jól gott fólk vinir og vandamenn. Þá er loksins komið að því besti tími ársins er runninn upp.
Dagurinn í gær var dásamlegur fór í göngu með Kristínu, Sóldísi og Arisi í frábæri veðri í Guðmundarlundi. Ég tók fult af myndum af jólasveinahundunum okkar og fáið þið að njóta þeirra eins og vanalega.
Við Davíð náðum loksins að skreyta tréið í gær og er það bara alveg ágæt litla fitibollan. Við settum alla pakana okkar undir tréið þótt það sé bara um stundarsakir vegna þess að við verðim hjá pabba og mömmu í kvöld. Við förum svo með alla pakkana í dag til þeirra. Við erum búin að skila af okkur öllum jólagjöfum nema einni til Tomma litla kalls.
Ég skellti mér svo í göngu með Helgu í kverfinu bara rétt til að ná að spjalla um það sem á daga okkar hefur drifið. Eftir gönguna var svo kimið að jólabaðinu hans Mola og það var sko ekki mikil gleði þar á ferð þegar hann fattaði hvað var í vændum. Hann reyndi að komast inn í vegginn inni á baði elsku kallinn. En það er afstaðið og er hann mjög feginn því.
Við Davíð ætlum annars bara að taka því rólega í dag og hafa það kósý og horfa á jólabarnaefnið ég ELSKA að horfa á jólabarnaefnið.
Ég hef ekkert annað að segja en Gleðileg jól og meigi Guð vera með ykkur yfir hátíðarnar og blessa ykkur og fjölskyldur ykkar ríkuglega.

Jólakveðjur Fjóla, Davíð og Moli

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
Jes. 40:29


Jólin eru KOMIN

Sunday, December 23, 2007

23. desember

Þá er Þorlákur mættur á svæðið.
Við Davíð og Moli vöknuðum í morgun og sáum að einhver hefði sett í sokkinn okkar ;). Ég náttúrulega dreif mig að sjá hvað var í þeim og gefa Mola úr sínum sokk en hann fékk fjórar pulsur mjög sáttur með það. Ég fékk jóladiskinn með Josh Groban og fult af nammi, Davíð fékk nýtt bindi til að vera með á jólunum, nammi og klementínur. Ég er búin að sitja núna uppi í rúmi og horfa á imban og borða klementínur og nammi og hafa það kósý með Kallinum mínum og Mola.
Ég fékk sms frá Kristínum um að kíkja í göngu í Guðmundarlund og ætlum við að hittast þar kl 11. Moli var rosalega ánægður með okkur í gær vegna þess að hann fékk að labba til mömmu og pabba tvisvar og svo einu sinni heim. Hann var settur í jólapeysuna sína og var með jólaólina sína og var ekkert smá adorabúl í öllu átfittinu. Ég set hann aftur í peysuna á eftir þegar ég fer í göngu með Kristínu.
Ég og Davíð settum saman piparköku hús í gær sem ég fékk úr vinnunni vegna þess að það vantaði annan þak hlutan. Við aftur á móti redduðum því með því að setja Maríu, Jósef, Jesúbarnið, Vitringana, Engilinn og fjárhirðana inn í húsið og kerti og er það ekkert smá kósý.
Jólatréð verður svo skreitt í dag þar sem við komumst að því að jólatrés fóturinn okkar brotnaði í fyrra og þurftum við að redda fæti sem við fengum seint í gær. Christmas vacacion varð fyrir valinu í gær til að horfa á og þá er bara ein skildu jólamynd eftir en það er Miracle on 34th street.
Við Davíð fengum mjög grunsamlegan pakka í póstkassan okkar í gær. Hann var merktur til Davíðs og Fjólu frá Jólasveininum. Við erum búin að velta þessu fram og t il baka hver þetta getur verið og erum alveg lost. Ég held að þetta sé dvd diskar en veit ekkert um það. Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur erum við að drepast úr forvitni og langar að komast að því hver í veröldinni gaf okkur þennan pakka.
Við fórum í skötu til afa og ömmu í Garðhúsi í gær og var það bara gaman. Ég smakkaði skötuna í held ég fyrsta eða annað skiptið og var hún bara alsekki svo slæm bara frekar góð þarf bara að venjast því að borða hana held ég en á næsta ári fæ ég mér líklega á disk sjálf.
Ég sé að það er enþá mjög dimt úti og veit ég ekki hvort verður farið að birta þegar ég fer út í gönguna en vonandi smá annars sér Moli bara um að lýsa veginn með peysunni sinni þar sem hún er með blikkandi ljósi ;).
Ég hef ekkert meira að segja í dag en bara það að það er nóg að gera og ég get ekki beðið eftir jólunum.

Kær kveðja Fjóla og Jóla Moli

Sá, sem talar, flytji orð Guðs, sá, sem þjónustu hefir skal þjóna eftir þeim mætti, sem Guð gefur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist.
1. Pét. 4:11



1. dagur til jóla

Saturday, December 22, 2007

22. desember

Ég er komin í JÓLAFRÍ !!!!! loksins.
Það var jólahlaðborð í gær með Björnsbakarí á Geysir Bistro og bar og var það bara mjög fínt góður matur og svona. Kíkjtum svo til Ásgeirs þar sem hann var að útskrifast sem stúdent og hittum þar Báru, Tinnu, Kjartan, Hemma og Þorkel. Við áttum með þeim góða stund og spjölluðum saman.
Ef þið skilduð ekki vera búin að átta ykkur á því að þá eru jólin ekki á morgun heldur hinn AAAAAHHH!!!!! Ég hlakka svo til.
Við Davíð vorum að pannta eða meira reyna að pannta far til Flórída í sumar. Við eigum vildarpunkta fyrir einu fari til Flórída en NNNEEEIIII þetta er ekki svona einfalt. davíð talaði við konu sem sagði að það væru engi sæti laus sem voru ætluð fyrir vildarpunkta og getum við líklega ekki notað punktana þegar við þurfum á þeim að halda. Davíð prófaði þó að hringja aftur og talaði þá við aðra konu sem var mun almennilegri þar sem við fórum strax úr það er ekkert hækt að gera yfir í ég skal setja þig á biðlista þar sem yfirmenn meta stöðuna og sjá hvort hækt sé að koma okkur fyrir í vélinni, soldið mikill munur á þjónustufulltrúum ha!
Núna höldum við bara í vonina að við fáum svar strax á mánudaginn svo við getum bara klárað þeta allt saman. Ef svo fer að ekki sé hækt að nota punktana til Flórída þá förum við líklega til Evrópu í langa helgarferð eða einhvað svoleiðis sem er náttúrulega frábært en ekki það sem við ætluðum okkur.
Davíð er núna úti að vesla jólagjafir fyrir mig og aðra og er ég að spá í að skella mér í sturtu til að laga nýju klippinguna mína og fara svo röltandi til mömmu og pabba með Mola minn. Við förum svo í skötu til Reynis afa og Öddu öllu í hádeginu og verður það bara gama og kósý og verður myndavélin með í för svo þið fáið að njóta allavegana myndanna þrátt fyrir að ligtin berist ekki í gegnum tölvuskjáinn. Við Davíð ætlum svo að skreita jólatréið í dag og setja saman, skreita piparkökuhúsið okkar og enda svo kvöldið á Christmas vacasion með jólaöli og klementínum.
Ég hef það ekki lengra í bili Guð blessi ykkur.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Öllum þeim, sem tóku við honum (Jesú), gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
Jóh. 1:12


2. dagar til jóla

Friday, December 21, 2007

21. desember

Góður dagur í gær.
Ég fékk tækifæri til að hitta Svanhvíti hjá afa og ömmu í Garðhúsi og var það rosalega gott og nauðsynlegt fyrir mig að hitta hana ásamt afa og ömmu. Við spjölluðum helling um heima og geima um ferðina hennar til Chile um Hilmar og Ingólf pabba Svanhvítar og málin með Skálholtskirkju. Moli elskaði að fá að fara með og gjörsamlega þefaði húsið í gegn vegna þess að Perla hennar Huldu frænku hefði verið í heimsókn þannig að tíkarligtin var í hámarki ;).
Það kom óvænt uppá að við Davíð gátum farið á tónleikana með Carolu í gærkvöldi og var það sönn Guðs gjöf að við komumst á þá. Carola er ein sú innilegasta manneskja sem ég hef hitt, hún er svo einlæg í trú sinni og það geislar út af henni. Rosalega gullfallegir tónleikar með gegjuðum lögum. Við davíð vorum alveg rosalega ánægð og erum núna alveg húkt á Carolu. En kvöldið hefur pottþétt ekki verið auðvelt fyrir hana og hennar fólk þar sem það voru tvennir tónleikar og varð hálftíma seinkunn á þeim fyrri sem gerði það að verkum að fólkið sem átti að mæta á þá seinni var farið að bíða fyrir utan og komst ekki inn fyrr en 5 mín í að tónleikarnir þeirra áttu að birja. Það þurfti þrjá lögreglu menn til að reyna að hafa stjórn á bílastæðamálum en ekki gekk það mjög vel. Það voru bílar gjörsamlega út um allt. Davíð sagði að það væri sorglegt ða þegar kirkjan var byggð að þá hafi þeim ekki dottið í hug ða svona mikið fólk myndi nokkurntíman mæta í kirkju því bílastæðin voru í þvílíkri mýflugumynd. Við davíð keyftum svo tvo diska áritaða og allt hjá Carolu einn fyrir okkur og einn fyrir mömmu.
Annars er jólahlaðborð í kvöld með Björnsbakaríi og hlakkar okkur bara til að fara. Ég fer í klippingu strax eftir vinnu og svo heim. Elsku hjartans kallinn minn ætlar að taka til héra heima á meðan.
Ég hef það ekki lengra að sinni þið fáið að vita allt um jólahlaðborðið á morgun.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Ákalla mig á degi neiðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.
Sálm. 50:15


3. dagar til jóla

Thursday, December 20, 2007

20.desember

Loksins, Loksins, loksins er þessi langa þráði dagur runninn upp. Davíð er að fara í einasta prófið sitt í dag Thank you GOD. Stressið er búið að vera mikið og erfiðir tímar þegar próflestur er í gangi og get ég ekki beðið þangað til þetta er búið.
Við kíktum á jólahlðborð á Lækjarbrekku í gær í hádeginu, okkur var sagt að mæta 12 og það hélt þjónustufólkið líka en nei nei það var ekki fyrr en hálf 1 sem við áttum ða mæta og ofaná það í þokkabót voru flestir að koma svona 5 mín í 13 rosalega lélegt finnst mér. Við hittum þó Sólrúnu Ástu ljósgeisla og hún gjörsamlega ljómaði og þið sem vitið hvar hún verður um jólin vita líklega afhverju. Mér fannst ég bara verða að segja að sólrún er alveg dásamleg persóna og á ekkert nema gott skilið enda held ég að hún sé búin að finna það ;).
Það gæti verið að við Davíð færum óvænt á Carolu tónleikana í kvöld og væri það bara yndislegt. Við Svanhvít æltum ða hittast í kvöld þar sem ekki gekk allt upp í gær en það gerist nú og fara kanski á kaffihús og spjalla. Annars er tiltektar og jólagleði dagur hjá mér og Davíð í dag.
Ég á bara daginn í dag og daginn á morgun eftir í vinnunni og þið trúið því ekki hvað ég get ekki beðið að losna í smá frí.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili segi bara Guð blessi ykkur eins og altaf og meigi þið eiga dásamlegan dag.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Nú er engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Róm. 8:1-2


4. dagar til jóla

Wednesday, December 19, 2007

19. desember

Vá hvað ég átti leiðinlegan og erfiðan dag í gær. Ég er að vinna með strák sem er 4 árum ingri en ég og sýninr mér enga virðingu., mætir alltaf of seint og er svo bara dónalegur. Sem betur fer verð ég bara að vinna til 11 í dag þar sem ég er að fara á Jólahlaðborð með Árbæjarkirkju á Lækjarbrekku.
Davíð er að fara í síðasta prófið á morgun og þið trúið því ekki hvað ég get ekki beðið þangað til þetta allt saman er búið. Í kvöld var Svanhvít frænka að bjóða mér að koma með sér á tónleika í Dómkirkjunni kl 22. Við ætlum örugglega að skella okkur á kaffihús á undan og spjalla smá.
Eins og þið hafið kanski áttað ykkur á þá get ég ekki beðið að fá jólafrí og losna frá vinnunni ég er alveg á mínum síðustu metrum hvað varðar þolinmæði.
Marisa og Jón fara á morgun út og verðum við að koma til þeirra pakka í dag eða seinastalagi á morgun.
Ég hef ekkert fleira að segja nema bara Guð blessi ykkur og meigi hann hjálpa mér að sýna þolinmæði og Kristinn kærleik til vinnufélaga míns.

Kveðja Fjóla og Moli

Jesús sagði: "Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar."
Matt. 9:37-38

5. dagar til jóla

Tuesday, December 18, 2007

18. desember


Jæja jólahlaðborð á morgun og læti með Árbæarkrikju. Ég er búin að fá að vita að ég fæ frí milli jóla og nýárs og er því komin í frí eftir föstudaginn í þessari viku sem er æðislegt. Vikan finnst mér samt bara ekki líða það er bara ÞRIÐJUDAGUR!
Ég og Davíð klárðum Dexter seson 2 í gær og VÁ þeir sem eru ekki að fylgjast með Dexter eru að missa af miklu. Þessi karagter er náttúrulega GEGJAÐUR.
Ég horfði á Elf í gær ekki alveg búin með hana en klára hana í dag, hann er svo skemmtilegur. Fór svo í fjarðarkaup í gær með pabba og mömmu og við smigluðum Mola inn í töskunni sinni þannig að hann sat í körfunni og fylgdist með rosa stuð. Fórum svo í steiktan fisk til þeirra mjög gott. Af einhverjahluta vegna fórum við ða tala um kransæðar og Hlynsi bróssi sagði ða við hefðum bara eina kransæð, þá sagði Davíð að við hefðum bara eina ósæð ekki kransæð. Pabbi kom þá með þetta komment "Ég er svo rosalega mikið jólabarn að ég er eiginlega með aðventukransæðar" :D pabbi er náttúrulega bara snillingur.
Davíð minn er alveg að drepast í hálsinum og er ég skít hrædd um að ég verði veik svona akkúrat á aðfangadagskvöldi. Vonandi nær hann ekki að smita mig og að hann nái sér sem fyrst.
Jæja hef það ekki lengar í bili.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins.
Jóh. 1:29


6. dagar til jóla