Friday, June 30, 2006

Sýðasti vinnudagurinn í Óperunni ever :D

Í dag er 30. júní sem þýðir að ég er að vinna minn sýðasta vinnudag í Íslensku óperunni. Ég er alveg ofsalega feginn að vera að hætta, var orðin soldið þreitt á ástandinu hérna því miður :(. Ég á nú samt ekki að eiga þægilegan dag svona sýðasta daginn þar sem kerfið er bilað og ekki er hægt að prennta út neina miða eða neitt alveg tíbíst.
Núna hjá mér tekur við löng 26 daga bið eftir að komast til Flórída. Steinunn comentaði hjá mér um daginn að hún væri að fara úr og er komin þangað núna held ég lucky bastard og Edda ætlar að ná í hana og vera með henni yfri helgina. Edda sagði líka að hún myndi kanski kíkja í heimsókn á okkur Davíð þegar við komum og er það bara gaman. Næstu daga á ég bara eftir að vera að fara í mjög langar göngur með Mola og vonandi einhverjum fleirum göngugörpum svona einstaka sinnum, vera dugleg í leikfimi til að vera í sem bestu bikiní formi fyrir Flórída og njóta þess að vera í fríi. Mamma og pabbi fara út til Flórída núna 7. júlí svo fara Hlynur og Dísa út 19. júlí og svo komum við Davíð 26. júlí. Ég get ekki beðið ða komast út þetta verður alveg gegjað.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiftið. Bið bara að heylsa Eddu, Valda, Begga og Steinunni, vonandi heyri ég frá ykkur bráðum.

Kveðja Fjóla

Monday, June 26, 2006

30 dagar í Ameríku

Núna er mánuður í að við förum út sem mér finnst alveg sjúklga mikið. Ég vona að það verði samt ekki of lengi að líða þar sem ég á bara eftir 4 daga í vinnunni minni og þá er ég hætt og þá hef ég ekki mikið að gera á daginn. En vildi bara deila þessu með ykkur hef samband næst þegar eru 20 dagar.

Bæó

Jæja þá er Sýningarhelgin búin.

Um hlegina var ég meira og minna uppi í reiðhöll Fáks í Víðidal þar sem Hundasýning HRFÍ var haldin. Það var mikið um fólk og hunda og ofsalegt stuð. Á laugardeginum vorum við Moli komin upp í höll kl hálf ellefu um morgunin til að taka myndir af kynningarbásnum og gera okkur tilbúin að leifa fólki að tala við okkur, fá að klappa Mola og fræðast um tegundina. Við vorum með Dýra og Fíónu á básnum frá 11-13 og var nóg að gera hjá okkur.
Þagar leið á tíman kom Kolla ræktandinn minn og sagði að hún væri með hvolpana út í bíl og spurði hverjir vilja koma og sjá. Ég og Kristín ákváðum að fara og sjá þá og þvílíkir gullmolar. Kolla er með eina tík sem heitir Ugla og allir vilja fá hana þrátt fyrir að hún sé ekki tík sem eigi að vera notuð til ræktunar og er síst af hvolpunum. Kolla hefur sagt nei við alveg ofsalega marga en segir svo við mig að Berglind mætti fá hana ef hún vildi sem segir soldið mikið hvað hún treystir henni mikið og mér fyrir að benda á góðan eiganda. Ugla er alveg ofsalega falleg þrátt fyrir alla hennar galla en málið er líka það að hún er undir 500 g og er viku eldri en Sölku hvolpar en þeir eru 600 g, þannig að Ugla verður alltaf lítil.
Svo eru það Sölku hvolpar þeir eru alveg dásamlegir feitir og frábærir. Það er svo gaman að sjá þá aftur. Þarna er Kristín með einn af fitibollunum en ofsalega fallegur.
Á sunnudeginum mæti ég upp í höll strax kl 9 um morguninn til að horfa á Chihuahua hundana og það var alveg ofsalega gaman. Stormur hennar Ástu Maríu vann hvolpaflokkinn hjá rokkunum og var alveg æðisleguur. Við Moli fórum svo á básinn um hálf ellefu leitið og sátum þar þangað til Rupp og eigandinn hans komu og sátu með okkur. Við Moli skelltum okkur svo í stutta heimsókn heim til pabba og mömmu eftir allt hundastandið og slöppuðum af. Davíð kom svo heim úr Aiesec ferðinni sinni um fjögur leitið á sunnudaginn og þá fórum við út að labba í góðaveðrinu og fórum svo og þrifum leikskólann.
Helgin var mjög fín mikið að gera sem er gott þegar maður er einn heima. En ég kveð að sinni

Fjóla Dögg

Tuesday, June 20, 2006

Gleði fréttir :D

Við Davíð tókum ákvörðun um það að kaupa miða í Universal Studios og Island of Adventurs í gær. Við keyftum miða sem eru þannig að hægt er að fara í garðana hvenar sem við viljum. Við getum þessvegna farið í annan garðinn núna þegar við förum úr og hinn eftir kanski 1-2 ár, þannig að við þurfum ekki að vera að stressa okkur neitt ef við viljum ekki fara í fjóra garða núna þurfum við það ekki, algjör snild. Ég vildi bara deila þessu með ykkur. Það er allt hægt í henni Ameríku ;)


Kveðja Fjóla Flórída

Dagurinn í dag

Það verður nóg að gera hjá mér í þessari viku og ætla ég að byrja á deginum í dag. Ég er að vinna til 14 eins og venjulega hjóla þá heim (vegna þess að ég er svo fruntalega dugleg), fæ mér smá að borða svo ætla ég að byðja Ömmu um að þíða bronsprófið svo ég viti nákvæmlega hvernig það er uppbyggt fyrir Mola. Eftir það ætla ég svo með hann út í smá þjálfunn áður en ég þarf að rjúka afstað í leikfimi með Davíð.
Um helgina er Davíð að fara upp í sumarbústað með fólki úr Aiesec að Aiesecast einhvað og verður alla helgina, þessvegna förum við á fund eftir leikfimina með þessu fólki til að skipuleggja helgina. Þega fundurinn er búinn þurfum við svo að þrífa leikskólann og drífa okkur svo heim og elda einhvað áður en ég þarf að fara á kynningarfund heima hjá Halldóru sem byrjar kl 20:00 þar sem við erum að fínpússa allt varðandi Kynningarbásinn á hundasínungunni sem verður um heigina. Þannig að eins og þið sjáið er nóg að gera hjá mér í dag.
Vikan verður líka mjög annrík hjá mér þar sem mér var falið það hlurverk að hringja í fólk og biðja það um að vera á básnum hjá okkur. Ég þarf t.d. að senda sms á alla á fimmtudaginn til að minna þau á að koma. Davíð fer svo á föstudaginn um sex leitið og þá verð ég ein yfir alla helgina :(. Ég verð þá bara að finna mér einhvað að gera. Það verður allavegana nóg að gera fyrripart dagsinns á laugardag og sunnudag þar sem ég og Moli verðum á kynningarbásnum. Ég hef það líka sterklega á tilfinningunni að ég þurfi að vera meira og minna þarna að hjálpa til sem er svo sem ágætt þar sem ég hef ekkert annað að gera.
Ég er samt búin að ákveða að skella mér bara í langar hressingargöngur með Mola og taka einhvern með sem er ekki allt of upptekin. Ef veður leifir langar mig ofsalega mikið í fjöruferð og að rölta hjá Búrfellsgjá og taka kanski nesti með.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag

Kveð að sinni

Fjóla Dögg á fullu

Saturday, June 17, 2006

Gleðilegan 17. júní öll sömul!

Jæja til hamingju mðe daginn gott fólk. Ég sit hérna niðri í bæ samt ekki að horfa á skemmtiatriðin vegna þess að ég er að vinna :( . Það er nánast ekki neitt að gera þannig að ég veitt ekki afhverju ég er hérna en sona er lífið. Það er búið að ná að hanga þurt hérna ótrúlegt en satt miðað við hvernig þetta er búið að vera síðastliðna daga.
En ég vona ða þið njótið dagsins og hafið það gott í dag og í kvöld.

Þjóðhátíðarkveðjur

Fjóla

Friday, June 16, 2006

Flórída

Ég get ekki beðið þangað til ég fer út. Núna eru hvorki meira né minna en 40 dagar þangað til ég fer út það er alveg sjúklega mikið að mínu mati. Ég er búin að liggja yfir Disney World, Universal Studios og Island of Adventure sýðunum síðastliðna daga og get ekki hamið mig af spenningi. Við Davíð erum eginlega búin að taka ákvörðun um það fara auk Disney garðana tveggja, Epcot og Magic Kingdom, í Universal Studios og Island of Adventure. Við getum fengið net tilboð sem hljóðar svo þú kaupir miða í tvo garða og færð þá þrjá daga aukalega sem þú getur verið í garðinum sem er alveg ofsalega fínt.
Jæja ég tel bara niður dagana hef samband næst þegar það eru 30 dagar í brotför.

Kveðja Fjólída ;)

Útilega sýðustu helgi


Við Davíð og Moli fórum í útilega sýðustu helgi á Þingvelli. Við skelltum okkur afstað á föstudeginum eftir vinnu, fengum leifi fyrir tjaldinu og keyftum líka veiðileifi þar sem við tókum stangirnar með okkur. Það var alveg sjúkt veður á föstudags kvöldinu, blankalogn og mjög milt. Við ákváðum því að fara í lausagöngu með Mola og það var frábært. Við löbbuðum að skógarkoti held ég að það heyti og skoðuðum okkur um þar.
Eftir röltið fórum við upp í tjald og gerðum okkur tilbúin að fara í háttinn. Horfðum á CSI New Yourk, já við tókum DvD ferðaspilaran okkar með.
Morguninn eftir ákváðum við að vakna snemma eftir rigningarsama og soldið roksæla nótt. Við fengum okkur morgunmat og skelltum okkur svo út til að reyna að veiða fisk en þeir eiga að vera mest æstir ða bída á á morgnana og kvöldin. Við sáum marga ná í flugur rétt hjá flotholtinu okkar en engin beit á. Eftir soldin tíma þar sem lítið gerðist nema smá nart gáfumst við upp og fórum í tjaldið til að fá okkur smá hressingu. Þar sem við vorum orðin soldið blaut og köld eftir útiveruna ákváðum við að taka okkur smá keirsluferð upp í Mosfellsbæ til að kaupa tómatsósu, steigtanlauk og hamborgarakridd þar sem ég snillingurinn gleymdi að taka það með í ferðina ;). Þegar í tjaldið var aftur komið fengum við okkur köku og kókómjólk og kúrðum smá til að fá í okkur hita. Stuttu eftir að við komim úr Mosfellsbæjar ferðinni hringdi Reynir afi og spurði hvort við vildum ekki kíkja til þeyra þar sem þau voru stödd í Biskupstungum hjá Sifrúnu frænku. Við Davíð sögðum bara já og lægðum afstað til þeirra.
Þegar við vorum þangað kominn og fengum ða sjá nýa flotta ferðahúsið þeirra fengum við smá pönnukökur og mjólk. Við spjölluðum heilmikið skoðuðum kriddjurtirnar, Moli elti hanana alveg ferlegur, svo kíktum við í Slakka dýragarðinn þar sem María Sól frænka er að vinna og Reynir frændi var ða horfa á fótboltan á breiðtjaldi og sögðum rétt hæ við þau. Okkur var boðið að vera í mat en við ákváðum að fara á tjaldstæðið þar sem möguleiki var á því að Ásgeir og Bára myndu láta sjá sig.
Þegar heim var komið var hafist handa við að grilla pulsur fyrir litlu fjölskylduna sem var mjög sátt við það. Við tókum ákvörðun um að fara aðeins inn í tjald og hlía okkur horfa á smá dvd og reyna svo að skella okkur út til ða freista þess að fá fisk.
Við gerðum allt til fyrir fiskiríið en ekkert kom því miður. Moli aftur á móti var orðin sérlega linkin í því að veiða míflugurnar og ég náði einni af honum þar sem hann er ða reynað a ná einni. Moli fékk eiginlega nýtt viðurnefni í þessari ferð eða Moli "míflugubana" vegna þess að þegar við sátum og veiddum sat Moli hjá okkur og át allar flugurnar sem sveimuðu í kringum okkur.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. En ég kem með meira seinna.

Kveðja Fjóla og litla sæta fjölskyldan hennar.


Friday, June 09, 2006

Farið inn í bílinn minn í fyrrakvöld.

Jæja ég hef hreint ótrúlega sögu að segja. Málið er það að í fyrrakvöld var ég á Kynningarnefndar fundi Chihuahua deildar og skutlaði Halldóru heim eftir hann. Þegar heim var komið taldi ég mig hafa læst bílnum og farið svo inn en líklega hefur farðegahurðin verið hálf opin vegna þess að þegar Davíð kom út í bílinn morgunin eftir var hann ólæstur. Davíð hugsaði ekkert meira út í það og fór í vinnuna. Þegar ég fór svo líka seinna um dagin með Davíð í bílinn sá ég að geisladiskarnir okkar lágu á bílgólfinu og stór steinn þar líka. Mér fannst þetta heldur undarlegt og Davíð sagði bara að þetta hefði verið svona þegar hann fór í bílinn um morguninn (en að honum ditti í hug að taka þá upp neeeii). Allavegana svo leið dagurinn og það kom að því að við skella okkur í leikfimi og þá fundum við kvergi töskuna okkar með leikfimisskónum okkar í. Okkur fanst þetta soldið skrítið en héldum að þeir væru bar einhverstaðar í draslinu heima þannig að við fórum bara í leikfimi og hugsuðum ekkert meira um það. Svo kom að því að tími var komin til að fara í þrífi vinnuna okkar og þá áttuðum við okkur á því að lyklarnir voru hvergi. Við leituðum út um allt inni í íbúð, í bílnum hringdum í pabba og mömmu en ekki fannst lykillinn. Á þessu mómenti var Davíð farinn að vera fullviss um að það hefði verið brotist inn í bílin og þessu stolið. Ég aftur á móti gat ekki trúað því þar sem ekki voru teknir geisladiskarnir okkar, silfukross sem var í bílnum, búrið hans Mola og fleira.
Við urðum að hringja í yfirmann minn sem var ekki á landinu hún gaf mér númer hjá annari og hún kom og opnaði fyrir okkur svo við gætum þrifið. Ferlega ömurlegt kvöld vægastsagt. Þegar þessu var öllu lokið föttuðum við svo að teningunum okkar sem hanga á speiglinum hefði líka verið stolið. Fáránlegt!
Jæja í morgun fór svo Davíð niður á löggustöð og lagði fram kæru. Ég var að fá símtal sem sagði að nýir lyklar væru tilbúnir fyrir mig og allt er að falla í réttar skorður. Ég þakka samt Guði fyrir það að bílinn hafði verið opinn vegna þess að ég er nokkuð viss um að steinninn sem var á gólfinu í bílnum hefði annars verið notaður til að brjóta rúðuna og þá værum við ekki að fara í útilegu um helgina.

Kveð að sinni

Fjóla alveg hlessa!

Thursday, June 08, 2006

Burtfarartónleikar Jönu Maríu Guðmundsdóttur í kvöld kl 20

Tónlekiasystir mín hún Jana María verður með Burtfarartónleika í Hafnarborg í kvöld. Við fengum alveg ofsalega flott boðskort á tónleikana í gær í póstinum og ætla ég ða sleppa því í 4 sinn að fara á Litlu hryllingsbúðina og fara frekar á tónleikana. Ég er nokkuð viss um að þetta verða flottir tónleikar endar er Jana svo skemmtilega á sviði svo óhrædd og sæt.
Þeir sem hafa áhuga á ða fara á skemmtilega tónleika endilega komið í kvöld.

Kveðja Fjóla Dögg

Wednesday, June 07, 2006

Útileiga um helgina.

Við litla fjölskyldan ætlum að skella okkur í smá tjald, veiði og gönguferð um helgina. Það er annaðhvort Þingvellir eða á einhvern annan stað sem ég man ekki hvað heytir en hann er nálagt eða í Hvalfirðinum þar sem er gott veiðivatn. Við leggjum afstað á föstudag um 17 og verðum fram á sunnudag. Við ætlum bara að slappa af, grilla, borða nammi og horfa á ferða DVD spilaran okkar. Það verður alveg ofsalega gott að fá að vera úti í náttúrunni og kúra með Davíð og Moslanum mínum. Ég segi ykkur meira eftir ferðina með myndum og læti eins og svo oft áður hjá mér.

Bless í bili

Kveðja Fjóla

Moli fer í Bronspróf :D

Við Moli fórum í síðasta hlýðninámskeiðs tíman í gær. Við vorum bara ein vegna þess að allir aðrir voru búin að afboða sig til að fara með hundana á sýningarþjálfun... lélegt. Ég var nú samt bara sátt við það þar sem við Moli fengum uppsett Bronspróf sem ég ætla hér að segja frá.
Prófið er byggt upp þannig að því er skipt í hluta. Fyrsti hluti er hælganga í taum, hún fer svo fram. Við gönggum saman þar til prófdómari gefur skipunina stop og setjast, þá stopa ég og Moli á að setjast sjálfur. Eftir það hældum við áfram snúum við horn og löbbum hraðar og þá má segja hæll (vegna þess að það er hraðabreyting). Eftir það löbbum við venjulega ég sný og hann sest. Nú förum við svo aftur til baka þar sem allt er eins nema það að þar sem við löbbuðum hratt förum við hægt. Þá er komið að því að gera þetta allt aftur án taums og allt það sem eftir er núna er án taums.
Næst er komið að því að hoppa yfir hyndrun. Það er getrt þannig að ég segi hæll við göngum afstað við hoppum yfir og löbbum svo fimm égsný og han sest við hæl, æfingin búin.
Þá er komið að liggja og bíða í 2 mínútur. ég segi við Mola niður, bíddu (eða labba bara í burtu) og geng svo frá honum ca 20 skref. Núna á hann að bíða í 2 mín þangað til ég labba aftur til hans þá fer ég fyrir aftan hann, bíð í smá stund og fer svo til hans bíð smá segi sva sestu og þá er sú æfing búin.
Þá er það hælganga þar sem við göngum og stoppum Moli sest ég gef skipunina niður, ég bíð, gef svo skipunina sestu og göngum svo afstað. Eins merð þessa æfingu geri ég standa labba frá honum nokkur skref kem svo til hans segi sestu og þá er æfingin búin.
Þá held ég að allt sé upp talið nema það sem prófið byrjar á sem er að prófdómari heilsar, Moli á að sitja kyrr og svo skoðar hann í honum tennur.
Ég ætla núna að vera alveg ofsalega dugleg að leggja svona próf á fyrir Mola helst á hverjum degi fram að prófi í ágúst. Hér er linkur yfir það sem á að gera á prófinu og hvað maður fær mörg stig fyrir hverja æfingu. http://hrfi.is/skjol/bronsmerki.pdf

Ég hef ekki meira að segja í bili heyri í ykkur.

Kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, June 06, 2006

Hundafimi og Fullkomið brúðkaup.

Í gær var fyrsti tíminn okkar mola í Hundafimi. Það var alveg ofsalega gaman minn naut sín í botn og var til fyrirmyndar, ég fékk meira að segja hrós fyrir hvað ég væri gott samband á milli okkar þarf bara að segja orðið og hann gerir það. Við áttu að hoppa yfir smá hindrun þannig að ég sagði Mola fyrst að bíða og svo kalla á hann "Moli hopp" og það gekk eins og í sögu. Næst á eftir því oru göngin og það gekk líka alveg glimrandi. Því miður náðum við ekki að klára tíman vegna þess að ég og Davíð áttum miða í Borgarleikhúsið á Fullkomið brúðkaup. Þessi sýning er æðisleg, alveg ofsalega fyndin og skemmtileg. Eins og þið vitið ef þið lásuð bloggið mitt fyrir nokkrum dögum er Gói búin að vera veikur, en hann er aðal leikarinn í Litlu Hryllingsbúðinni og Fullkomið brúðkaup, hann fór þrátt fyrir slappleikan á kostum í sýningunni í gær.
Ég get bara sagt eitt um þessa sýningu og það er það að allir þurfa að sjá hana hún er alveg ofsalega skemmtileg.

Hef ekkert meir að segja í bili bið að heylsa ykkur

Kveðja Fjóla

Sunday, June 04, 2006

Æðisleg sumarbústaðar ferð

Jæja við Davíð skelltum okkur með Mola á föstudaginn í sumarbústað með tengdó Benjamín og Guðlaugu Maríu. Við vorum komin um hálf átta leitið um kvöld og það fyrsta sem við gerðum var að fá okkur að borða að sjálfsögðu. Við fengum alveg ofsalega góða haborgara. Við skelltum okkur líka í heitapottinn í smá stund, spiluðum smá skák, fórum í Ice age 2 leik og svo ákváðum við að skella okkur í bólið.
Morguninn eftir vöknuðum við Davíð um hálf níu leitið og fórum fram úr. Moli var alveg ofsalega spenntur og ánægður að við vorum loksins vöknuð þannig að við fórum með hann út að pissa. Eftir það reyndi Moli allt sem hann gat til að vekja Guðlaugu og það heppnaðist á endanum. Guðlaug var voða glöð að litla skotti væri svona glatt að sjá hana og hafi náð að vekja hana.
Við biðum í smá tíma eftir að allir voru vaknaðir og fengum okkur þá morgun mat. eftir matin var ákveðið að fara í gönguferð þar sem Moli gæti fengið að njóta sín. Við skelltum okkur í nálægan skó og tókum góðan göngutúr þar. Við byrjuðum á því að rölta nálægt vatni sem endaði svo með því að við þurftum að vaða yfir soldi straumharðan læk allavegana fyrir Mola. Við öll skelltum okkur úr skóm og sokkum og byrjuðum að vaða yfir. Ég alltaf jafn hörð sagði við Davíð að Moli gæti alveg farið yfir sjálfur og við ættum ekki að halda á honum. Viti menn Moli skellti sér bara útí ánþess að við sögðum neitt viða hann og synti yfir eins og herforingi gegnum strauminn. Hann er náttúrulega duglegasti hundur í heimi. Moli var líka svo stoltur þegar hann var kominn yfir all by him salf og dillaði rófunni stanslaust.
Þegar þessu var lokið gengum við um svæðið og skoðuðum náttúruna sem var æðisleg. Það var stórt vatn þarna og foss, æðislega fallegt landslag og veðrið var stórkoslegt. Við röltum áfram og nutum þess að vera úti. Þarna er Benjamín, Davíð , Moli, Guðlaug og Sveinbjörn þegar við vorum komin upp.
Eftir gönguna keyrðum við svo og fengum okkur ís sem var mjög vel liðið hjá öllum göngugörpunum. Moli fékk meira að segja að sleikja restina af ísnum hjá mér og var ekkert smá sáttur.
Við lögðum svo afstað aftur upp í bústað þar sem hafist var handa að elda mat áður en við þurftum að fara aftur í bæinn. Við fengum alveg ofsalega gott svínakjöt, steigtarkarteflur með lauk og fullt af salati.
Við Davíð og Moli hófum svo leiðina heim um hálf fjögur leitið þar sem ég þurfti að fara ða vinna vinnudag dauðans (ekki vel liðið já mér). Við hefðum sko alveg viljað vera lengur það hefði verið frábært.
En ég heyri í ykkur og þið fáið knús og kossa frá mér, Davíð og Mola.

Bless í bili Fjóla, Davíð og Moli

Saturday, June 03, 2006

Vinnan í dag RUGL!!!!!!!

Gói veikilíus.
jæja ég sith hérna í vinnunni þar sem klukkan er korter yfir níu að kvöldi og get ekki beðið að komast heim. Málið er það að það áttu að vera tvær sýningar í kvöld en neeeeeiii... aðalleikarinn hann Gói er veikur og þurfti því að alfýsa báðum sýningunum. Það þýðir það að ég og Melkorka höfum setið hérna hún frá tvö og ég frá hálf fimm og hringt í allt liðið sem á panntaða miða í kvöld og ég er að segja ykkur þetta er þræla vinna. Pæliði að þurfa ða hringja í kanski 300-500 mans og segja þeim að sýningunni hafi verið aflýst? Við þurfum svo að endurgreiða þeim sem vilja það og finna ný sæti handa þeim sem vilja fá nýa miða. Ofsalega mikil vinna. Svo er það líka það að ég á panntaða miða á sýningu á mánudaginn á Fullkomið brúðkaup þar sem Gói er líka að leika og það er alls ekki vís að hún verði heldur
Ég verð sem betur fer búin eftir 45 mín en er gjörsamlega búin eftir þetta allt saman algjört rugl.
Það sem er líka svo fúlt er það að ég var búin að bjóða vinum mínum að sjá þetta og það fór að sjálfsögðu allt úr böndunum en ég vonsast til þess að ég geti boðið ykkur seinna ;).

Love you guys

Kveðja Fjóla

Friday, June 02, 2006

Sumarbústaður og Litla hryllingsbúðin

Það er föstudagur í dag jeeeiiiii og það þýðir það að ég og Davíð förum í bústað með tengdó, Benjamín og Guðlaugu Maríu. Við leggjum afstað um fjögur, fimm leitið og tökum Benjamín með okkur. Moli fær líka að koma með til að hlaupa smá í grasinu og njóta þess að vera til. Við verðum í bústaðnum fram á laugardag en þá þurfum við að fara aftur í Reykjavíkina vegna þess að ég þarf að vinna. Það eru nefnilega tvær sýningar í óperunni á laugardaginn ein kl 19 og önnur kl 22. Ég er svo lukkuleg að ég fæ að bjóða nokkrum vinum á sýninguna kl 22 og það er bara gaman. Sjálf ætlum við Davíð að fara á sýninguna kl 19 vegna þess að það henntar okkur betur uppá Mola eins og alltaf ;). Maður veit samt aldrey hvort maður skelli sér á hina sýninguna það er alveg spurning ;).
Ég hef það ekki lengra í bili

Kveðja Fjóla og allt hennar pakk ;)