Í dag er 30. júní sem þýðir að ég er að vinna minn sýðasta vinnudag í Íslensku óperunni. Ég er alveg ofsalega feginn að vera að hætta, var orðin soldið þreitt á ástandinu hérna því miður :(. Ég á nú samt ekki að eiga þægilegan dag svona sýðasta daginn þar sem kerfið er bilað og ekki er hægt að prennta út neina miða eða neitt alveg tíbíst.
Núna hjá mér tekur við löng 26 daga bið eftir að komast til Flórída. Steinunn comentaði hjá mér um daginn að hún væri að fara úr og er komin þangað núna held ég lucky bastard og Edda ætlar að ná í hana og vera með henni yfri helgina. Edda sagði líka að hún myndi kanski kíkja í heimsókn á okkur Davíð þegar við komum og er það bara gaman. Næstu daga á ég bara eftir að vera að fara í mjög langar göngur með Mola og vonandi einhverjum fleirum göngugörpum svona einstaka sinnum, vera dugleg í leikfimi til að vera í sem bestu bikiní formi fyrir Flórída og njóta þess að vera í fríi. Mamma og pabbi fara út til Flórída núna 7. júlí svo fara Hlynur og Dísa út 19. júlí og svo komum við Davíð 26. júlí. Ég get ekki beðið ða komast út þetta verður alveg gegjað.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiftið. Bið bara að heylsa Eddu, Valda, Begga og Steinunni, vonandi heyri ég frá ykkur bráðum.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago