Jæja Þá er ég byrjuð á Virginiu skrapp bókunum. Ég er búin að prennta út tæplega 400 myndir og þá er ég bara búin að fara yfir myndir frá ágúst til desember. Ég er strax búin að rumpa af nokkrum síðum og ætla gera nokkrar í viðbót í dag.
Annars er planið að bjóða íslensku fólkinu í spil annað kvöld og ætlar ein kona að koma með chihuahua hundinn sinn með og vona ég að Moli njóti þess vel að fá smá heimsókn. Ég þarf því að vera dugleg að taka til í dag svo ég geti þrifið á morgun en ég gerði nú smá í gær að viti þannig að þetta er ekki svo mikið sem þarf að gera.
Þorrablótið er svo núna á laugardaginn og hlakka ég mikið til þess að dressa mig upp og borða al íslenskan Þorramat :D.
Ég er að standa mig vel í átakinu þótt það sé erfitt suma daga (ekki nóg fjölbreyttni, þarf að bæta úr því) en ég held áfram, ætla að vera komin í flott bikiní form áður en ég fer til Flórída í lok apríl.
En nóg um það ég ætlaði líka bara að sína ykkur þær blaðsíður sem ég er búin með.
Ný flutt inn í Spring Woods og pabbi og mamma voru með okkur og hjálpuðu okkur að flytja sem hefði verið nánast ógerlegt án þeyrra :D
Hengja föt inni í skáp, skrúfa saman hillur og nokkrar af Mola að njóta lífsins og Nötru að lúlla :D
Fjölskyldu myndir og D.C myndir með pabba og mömmu
Meiri D.C myndir, nokkrar héðan og þaðan og úr afmælisveislu Jillian Pelt :D
og ég er s.s komin að því þegar Bára og Ásgeir komu í heimsókn :D
Knúsar gott fólk
Fjóla og Moli
3 comments:
Þú ert svo svakalega dugleg!!!
vá ótrúlegur dugnaður hjá þér skvísí mín :)
Þú ert ótrúlega klár svo flottar hjá þér þessar bækur :D
Knús Kristín
Post a Comment