Jæja þá er það byrjað aftur... ekkert nema fréttir í sjónvarpinu :S. Veðrið hefur vesnað hérna hjá okkur s.s það er komið smá rok sem feykir snjónum um annars er lítið annað sem hefur breyst. Frétta menn hér kalla þetta veður í dag Blizzard Round 2... Americans ;D.
Annars er ég að byrja að hella mér í Eurovision lögin. Ég sá að Kristín mín bjóst við bloggi frá mér um íslenska lagið og ég biðst innilegrar afökunar á því að ég hafi ekkert bloggað um það en ég var bara að hlusta á það fyrir alvöru í dag. Ég verð nú að viðurkenna að það er ekkert Geðveikt en það er ágætt. Það er náttúrulega hræðilegt að heyra ða Hera er ekki að ná hæðstu tónunum :S en ég frétti frá Pabba og mömmu að það sé búið að breyta endanum á laginu sem er GOTT því, já... hann var vægastsagt HRÆÐILEGUR :S.
Annars er fátt að frétta af okkur enda ekki mikið hækt að tala um þegar maður er bara fastur inni. Nágrannarnir okkar hérna á móti fengu lánaða skófluna okkar áðan en þau ætla greynilega að reyna að grafa sig eitthvað út. Annars eru Berglind og JónÓ komin heim heilu á höldnu sem betur fer. Davíð hefur ekki farið í skólan í 4 daga og við erum ekki að sjá að hann fari á morgun :S. Hann er því bara duglegur að læra heima og undirbúa sig vel fyrir þá tíma sem verða þá í næstu viku en þetta hentar so sem ágætlega þar sem hann hafði ekki eins mikin tíma til að læra þegar presthjónin voru hérna :D. Á föstudaginn er opnunar hátíðin fyrir vetra ólempíuleikana og hlakka ég til að sjá hana og svo byrjar Amazing Race á sunnudaginn YESSS!!!!!!
En nóg með það hér koma nokkrar af svöngu og köldu fuglunum sem eru hér út um allt en ég gaf þeim smá brauð í moegun og svo fannst þeim bara svo kósý að sitja á hjólunum okkar í skjólinu á svölunum.
Snjóar og snjóar á litla hausinn hans
Þeir sitja á stírinu og borða snjóinn af :D
Kalt... Burrrrr
Á tímabili voru þeir fimm á stírinu
En eitt að lokum Svanhvít frænka bennti mér á þetta, Only in America ;D
No comments:
Post a Comment