Jæja þá er ég búin að fara yfir ca helminginn af myndunum sem ég hef tekið síðan ég flutti hingað. Ég er að undirbúa skrapp bækur héðan frá Virginiu. Ég er búin að skrifa niður hvað ég þarf af límmiðum og er að undirbúa þetta hækt og rólega.
Núna erum við Davíð á degi tvö án nammis og slíks og gekk það bara vel í gær og vona ég að það gangi eins vel í dag en ég er að fara að ganga í gegnum þetta mánaðarlega og það er aldrei góður tími til að meiga ekki borða nammi :S.
Annars er ég svo spennt fyrir þessu ári, það er svo ótrúlega markt spennandi sem á eftir að gerast. Við eigum eftir að fá ófáar heimsóknir og svo fer ég á Eurovision og við flytjum líklega burt héðan sem er scary en líka soldið spenandi.
En annars er Guð alltaf góður við okkur og allt gengur vel eins og alltaf. Nú fer að nálgast Þorrablótið en það er 27. febrúar og hlakka ég mikið til þess. Við Davíð erum búin að plana að bjóða Veroniku, Gary, Stefaníu og Ben í mat fljótlega eftir Þorrablótið í mat og spil :D.
í kvöld er íslensku hittingur og ætlum við Davíð að fara og taka með okkur spilið sem Hlynsi gaf okkur í afmælisgjöf en við Veronika vorum búnar að prófa það og hafði hún mjög gaman af því.
En ég ætla að fara að undirbúa hádegismat handa okkur hjónunum en það er súpa og brauð.
Knús Fjóla
3 comments:
Þið eruð alltaf svo heilsusamleg :)
Verður flott hjá okkur í maí allar í heislumatnum :D
Knús Kristín
Haha, já segðu Kristín, það verður æði :D
Fjóla endilega sláðu á þráðinn í kvöld ef þú mátt vera að.
Bestu kveðjur og knúsar
Það er aldeilis dugnaður hjá þér Fjóla mín, ég er ekkert farin að skoða myndirnar einu sinni, en hlakka samt mjög mikið til ;)
kv Berglind
Post a Comment