Saturday, February 27, 2010

Í Georgetown

Ég fór með Davíð mínum til D.C í morgun þar sem við erum að fara og skoða Capital hill á eftir. Ég sit hérna í kaffiteríunni með tölvuna mína og horfi á litla spörfugla fljúga um, já þeir eru innandyra og vitðast hafa það fínt hérna í mötuneitinu ;D.
Í kvöld er svo Þorrablótið sem ég hlakka mikið til. Veronika er soldið stressuð þar sem nánast allt sem gat klikkað klikkaði en tölvan hennar krassaði, flug kokksins (sem kemur frá Íslandi með allan matinn) var aflýst og ég veit ekki hvað og hvað. Ég reyni samt að gera mitt besta til að hjálpa henni en ég ætla að gera pönnukökur fyrir kvöldið enda á hún alveg skilið að ég hjálpi henni hún hefur gert svo markt fyrir mig. Ég get ekki beðið að fá íslenskt labalæri, hangikjöt, flatkökur, harðfisk o.s.fv. Það er verst samt að Moli fái ekki að koma með því það verður boðið upp á slátur, kanski get ég laumað einni sneið í poka og tekið með heim handa honum ;D.
Annars gengur allt vel hjá okkur eins og alltaf, nóg að gera hjá Davíð þessa dagana en hann er að mastera atvinnu umóknar bréfin sín en þau þuyrfa víst að vera fullkomin. Davíð keyfti alveg sérstakan pappír og allt með vasmerki vegna þess að það er víst normið hérna að senda svo fensí pensí pappír þegar maður sækir um vinnu :S. Ég veit að hann er stressaður fyrir þessu öllu saman og égveit að hann væri þakklátur ef þið hefðuð atvinnu mál hans í bænum ykkar ég aftur á móti hef það mikla trú á Davíð og traust á Jesú að ég veit að okkar tími er ekki búinn hér þegar hann klárar námið í maí, Guð hefur eitthvað planað fyrir okkur og við þurfum bara að treysta á hann.
En nóg með það, ég ætla að horfa á Con Air á netflix meðan ég bíð eftir að Davíð klári tímana sína.

Knúsar á ykkur

Fjóla

3 comments:

Anonymous said...

Ekki spurning með að taka stóra tösku með á þorrablótið og svo fullt af litlum pokum til að setja nammi í fyrir Mola :)
Góða skemmtun
Knúsar
A7

Helga said...

Skemmtið ykkur vel á þorrablótinu :D
Held áfram að biðja fyrir ykkur einsog alltaf :D En ég efast ekki um að Guð hefur eitthvað frábært í hyggju fyrir ykkur. Prófa að slá á þráðinn hjá þér á morgun.
Knús á þig Fjóla mín :D

Mamma og Pabbi! said...

Moli verður að fá slátur...
B21