Friday, February 12, 2010

Komst loksins í leikfimi :D ...

... í gær. Allar götur hér eru orðnar færar nema kanski þær götur sem lyggja inn í húsa hverfi. Núna nálgast Valentínusardagurinn óðfluga en við Davíð erum að fara á Sweeney Todd þann dag, miðar sem við keyftum í sumar þegar við vorum enþá á Flórída.
Annars hefur ekkert nýtt gerst hjá okkur. Við erum enþá bara róleg, Davíð lærir endalaust og ég reyni að finna mér eitthvað að gera. Moli vill bara kúra undir sæng og hafa það kósý en ég á öruglega eftir að draga hann út með mér á eftir þegar ég er búin að fá ógeð af því að vera inni.
Ég fer svo í leikfimi seinna í dag og ætlum við Davíð að reyna við göngu á morgun þar sem við höfum ekki komist í göngu í 3 vikur :S.
Núna eru 6 vikur ca í að tengdó, Benjamín og Guðlaug koma og verða hjá okkur yfir páskana þannig að það er alsekki svo langt í þetta. Eftir það tekur við líklegasta uppteknasti mánuðurinn hjá okkur Davíð það er að segja Davíð er að læra undir lokaprófin og ég fer til Flórída í rúmlega tvær vikur, kem heim verð við útskriftina hans Davíðs og þá verða tengdó hérna, fer svo til Noregs 24. til að fara á Eurovision :D. Davíð minn verður soldið mikið einn þennan mánuðinn en það er kanski alveg ágætt þar sem hann þarf svo mikið að læra og eftir prófin að leita sér að vinnu :S.
Við vorum með saltfisk í gær sem afi og amma sendu okkur og var hann alveg æðislega góður og við þökkum kærlega fyrir okkur :D. Ég er eiginlega búin að finna það út að ég myndi vilja meiri fisk næst þegar einhver kemur í heimsókn við eigum bara tvö flök eftir.
En ég fann nokkrar myndir sem ég var ekki búin að setja hingað inn en þær koma þá bara núna.

Ég og Moli röltum með Presthjónunum út í Blooms um daginn til að kaupa eitthvað gott en það er alveg nauðsynlegt þegar maður er fastur inni í marga daga

Berglind að koma vörunum fyrir í bakpokanum

Bandaríski fáninn að hverfa í snjóinn

Það varð að vaða snjóinn heim því ekki komumst við á bílnum

já og ein af bílunum hér en hérna eru allir búnir að lifta upp rúðuþurkunum strax og það verður kalt ;D.

Knúsar á ykkur Fjóla

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað það verður gaman hjá okkur í maí :D

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

ó Já ég get varla beðið :D

Unknown said...

ummm gott að fá sér cinnabonn, donuts og cupcake ummmm ;)

nauðsynlegt þegar maður er snowed inn ;)