Jæja gott fólk. Hér í Virginiu hefur verið slegið met í snjó komu en slíkt hefur ekki sést í 100 ár. Í gær voru fréttir á öllum stöðvum ALLANN daginn og ALLA nóttina og það er enn. Við erum að tala um að það voru valla auglýsingar ég hef aldrei séð annað eins. Það er alveg hálfgerð list hvernig þeir ná að gera snjó komu að æsi fréttum. Allir frétta mennirnir sem voru hér og þar settir um Virginiu og D.C svæðið voru með mæði prik sem þeir stungu ofaní snjóinn til að sjá hversu hár hann var orðinn, það var gert alveg rosalegt mál úr því þegar snjókornin urðu stærri og svo þegar hætti loksins að snjóa sem var um 6 í gær kvöldi (en þá var búið að snjóa stanslaust frá því 10 um morguninn á föstudaginn) þá skifti frétta menskan snögglega um gír og fór að tala um mikla mokunar og söltunar verkefgnið sem væri fram undan. Þið sem kannist við bandaríska fréttamensk getið rétt ímyndað ykkur hræðslu áróðrinum en þeir voru að tala um að fólk mætti alveg gera ráð fyrir því að það kæmist ekkert út í allt að 5 daga.
Við höfum fengið margar símhringingar þar sem fólkið heima og meira að segja amma Davíðs í Danmörku var að hafa áhyggjur af okkur því ástandið er látið hljóma svo hrikalega hræðilegt en bara svo það sé alveg á hreinu við íslendingarnir færum í vinnu á mánudaginn ;D.
En það nýjasta í fréttum er að það er búið að aflýsa fluginu þeirra Jóns og Berglindar tvisvar. Þau áttu að fara í dag en flugvöllurinn er hvorki meira né minna en lokaður í allan dag, en þetta komst JónÓ að eftir að hafa beiði í að nákgast tvo tíma samanlagt að ná sambandi við flugfélagið sitt. Þau eru komin með flug á morgun mánudag um hádegisleitið og veit ég að pabbi Berglindar er að vinna í því að þau komist með Boston fluginu heim þann dag.
En í kvöld er okkur boðið í partý hjá Möggu og Orlando en síðast þegar okkur var boðið til þeirra komumst við ekki vegna þess að við vorum snjóuð inni... kaldhæðnislegt ekki satt? Við ætlum samt ekki að stoppa okkur í dag og gerum okkar besta að komast til þeirra.
En ég læt myndirnar koma með en manni finst þær enganvegin ná að sína hveru mikill snjór þetta er en þær sína þó eitthvað.
Þetta er um daginn þegar var enþá á snjóa. En Moli hafði gaman af þessu
Já vildi bara svona sanna að já við værum í Bandaríkjunum ;D
Moli að rölta heim en það er búið að skafa gangséttina eins og þið sjáið en samt komið þó nokkuð lag aftur
Rétt fyrir ytan hjá okkur
Tréin alveg á kafi
Meiri snjó, meiri, snjó, meiri snjó ;D
Það er gaman að segja frá því að einhverjar kirkjur höfðu sett á svona skilti texta sem stóð: "How ever prayed for snow... PLEASE STOP!!!!
Þessi er tekin uppi fyrir utan útidyrahuðina okkar
Þá eru það myndirnar frá gærkvöldinu þegar við fórum að grafa út bílinn
Davíð að ná í skófluna í skottinu
Við fengum félakskap af eini voffa stelpu sem Mola finnst skemmtileg :D
Moli og vinkonan
litlu sætu hjónin hjálpuðu okkur að grafa hann út (já eða hjálpuðu Davíð ég var að taka myndir og fylgjast með Mola ;D)
Þarna getið þið séð hversu þykt lag hefur safnast ofaná bílinn
og snjórinn allt í kring
maður verður alveg að moka allan hringin fyrir þennan bíl og undan honum ef hann á að haggast
Berglind krútt í pútt. En það er svo indislega kaldhæðnislegt að sjá Flórída plöturnar á bílnum ;D
farið að sjást eitthvað í bílinn
og við að sjálfsögðu höfðum ekki keyft okkur enþá bílasköfu :S
við erum svo þakklát fyrir að það voru engir bílar við hliðina á okkar bíl
jæja sjáiði hrúurnar?
Berglind :D
Bílinn alveg að verða tilbúinn
bílar sem eru lokaðir inni
Moli á einum af bílunum sem á eftir að moka af
Ég væri svo PIST ef þetta væri minn bíll að það hálfa væri nóg en s.s þessi snjó hrúa er ekki bara snjór heldur er bíll undir henni
og svo er risa hrúa fyrir framan hann
búið að skafa götuna okkar allavegana tvisvar en í gær vorum við að fylgjast með bíl sem var að skafa og hann festist :S ekki mjög upp orfandi ;D
Jæja njótið ;D
1 comment:
Gaman að sjá snjóinn hjá ykkur - það nægir mér sko alveg að sjá hann á myndum - þið þurfið ekki að senda hann áfram til okkar ;o)
Knúsar A7
Post a Comment