Thursday, February 11, 2010

Leikfimi þörf DAUÐANS

Ég er svo komin á það stig að ég VERÐ að komast í ræktina. Ég hef ekkert komist núna í tvær vikur og er mér verulega farið að líða illa með það :S. Ég gerðiu bolta leikfimi í gær en er vikilega að vonast til að komast í dag í alvöru hreifingu, en ég er samt með miklar harðsperrur eftir boltaleikfimina þannig að ég hef eitthvað tekið á í henni.
Annars er Davíð búinn að vera mjög samviskusamur í lærdómnum og er að lesa núna. Hann fer samt að taka sér pásu til að hjálpa mér að taka til og þrífa hérna heima en það er sko komin þörf á það enda höfum við ekki náð að gera mikið af því þegar preshjónin voru í heimsókn (allt of upptekin að gera eitthvað skemmtilegt ;D).
Við Moli kíktum út áðan í skaflana og rokið en komumst ekki langt, Moli reyndi að elta mig með því að hoppa ofaní fótsporin mín en hann hvarf í hvert skipti sem hann gerði það, þannig að ég hjálpaði honum yfir mestu hólana.
Ég er eiginlega búin að komast að því að ég sé með magasýru vandamál... afhverju spyrjið þið, jú vegna þess að ég er ALLTAF svöng sama hvað ég borða mikið og hversu hitaeininga hár sem hann er. Ég ætla að kaupa mér tums þegar við komumst út í Costco næst og sjá hvort það hjálpi mér eitthvað en það er soldið þreitandi að vera alltaf svangur sama hversu stutt það var síðan maður borðaði :S.
Við Davíð erum eiginlega búin að ákveða að fara og sjá Tim Hawkins í New Jersey í júní en það er rétt rúmlega þriggja tíma keyrsla héðan. Við keyftum dvd disk með honum áður en Berglind og Jón ómar komu og horfðum á hann með þeim og VÁ hvað ég hló SÆLL!
EN nóg um það ég hef ekkert meira merkilegt að segja ykkur en bið bara að þið hafið það gott og knúsar á línuna ;D

Fjóla og Co

1 comment:

Helga said...

Get vel ímyndað mér að það sé þreytandi að vera alltaf svangur, þó ég glími ekki við það vandamál!
Knús á þig Fjóla mín, vonandi finnurðu eitthvað sem hjálpar við þessu!
Bestu kveðjur frá mér, Fróða og Emmu