Davíð fór eldsnemma í moegun og kemur ekki fyrr en seint seint í kvöld :(. Ég verð að viðurkenna að mér leiðist soldið einni heima og á erfitt með að tolla í því sem ég er að gera :S. Ég er samt sem áður búin að taka smá til og setja í eina vél (sem mynnir mig á að ég þarf að setja í þurkaran), skrappa 5 blaðsíður og er núna á leið með að gera mig til í að fara út með Mola í langan og góðan labbitúr svo hann verði ekki of leiður á því að vera hérne einn með mér. En við erum s.s bíllaus þannig að það er ekki hækt að fara neitt til að drepa tíman og það sem mér finnst leiðinlegast af öllu er að ég þarf að elda ofaní mig eina (en því hef ég ekki gaman af). En þetta er alsekki svo slæmt ég er bara eitthvað dommaraleg akkúrat núna.
Við fórum á íslensku hittinginn í gær og vorum alveg í klukkutíma eftir fundin að spjalla. Við erum búin að bjóða heim til okkar í spil á föstudaginn og vonandi verður eitthvað úr því þótt það sé stuttur fyrirvari.
Davíð kom mér á óvart í gær en ég fékk senda tvo dvd diska með Tim Hawkins standuppi og hlakka ég til að sjá þá, kanski nær hann að draga úr mér þunglinfið :D. talandi um Tim hawkins þá kom Davíð mér á óvart á konudaginn en þá var hann búinn að pannta miða á live stand up með honum núna í júní í N.Y. Við ætlum að keyra og gista nóttina eftir standuppið og taka Mola auðvita með :D.
Ég er búin að vera dugleg að horfa á Skandinavískar myndir á netflix (nota tækifærið þegar manni bíðst svona mikið af þeim ókeypis, já eða svona næstum því) en ég er nú þegar búin að sjá eina sænska sem var virkilega góð heitir á ensku As it is in Heaven, svo sá ég eina noska en hún hét Elling og svo í dag horfði ég á eina danska en hún heitir Adams Apples. Ég finn það strax að ég átti auðveldast með að skilja sænskuna, því næst noskuna og seinast dönskuna :S. Mér finnst það nú hálf lélegt þegar maður er nánast búinn að læra þetta mál hálfa æfina :S, málið er bara það að þeir tala óskýrt og allt of hratt.
En nóg um volæði ég er farin út að viðra mig (ég þarf víst alveg jafn mikið á því að halda og Moli), njótið dagsins gott fólk.
Knúsar Fjóla
2 comments:
Ég mæli eindregið með "Arn" myndunum. Þær eru sænskar... æðislegar myndir!
Það væri gaman að hitta á þig á Skype í kvöld. Annars vona ég að þú eigir góðan dag. Ég elda annars ofan í mig eina á hverjum degi og er alltaf bíllaus þannig hér færðu enga vorkunn! Neinei, smá djók, knús á þig og Mola :D
Bestu kveðjur héðan,
Helga og co
ps Så som i himmelen er æðisleg mynd
Post a Comment