Þessi er sérstaklega fyrir Davíð minn sem finnst hann stundum vera eins og Charlie Brown
Jæja þá er kominn miðvikudagur og ég fer á kóræfingu í kvöld en ég hef ekki komist neitt síðan fyrsta skiptið var þar sem við fórum á Christmas Carol og svo var Thanksgiving kvöldið.
En pabbi átti afmæli í gær og var hann held ég rosalega ánægður með afmælisgjöfina frá okkur en hann fékk BBQ matreiðslubók :D.
Við Davíð vorum með í gær kvöldi alveg ekta Sonney´s mat ummm pabbi og mamma hefðu orðið svo stolt af okkur. Við bökuðum tvær sætar karteflur (sem tók 1 og hálfan SÆLL), hituðum maisstöngul, suðum kjúklingabringur og rifum þær svo niðir og blönduðum BBQ sósu við s.s ekta pulled chicken :D. Þetta var alveg eins og á Sonney´s p og m þið hefðuð orðið stolt af mér ;D.
Við fengum Fangavaktina, sem pabbi og mamma höfðu sent okkur, í gær og erum við mjög spennt að sjá hana :D.
Við bökuðum piparkökur í gær og held ég að Davíð sé ánægður með það :D enda er hann piparköku kallinn á heimilinu ;9.
Annars er fátt að frétta af okkur bara þetta same old, same old. Reyndar var okkuð boðið í jólaboð hjá Möggu og Orlando hjónum sem við kynnstumst á jólabasarnum og erum við mjög spennt fyrir því en það verður 19. desember. Það er mikið af uppákomum sem eru að fara að koma upp hjá mér en ég ætla með Mola í tvö tjúa hittinga 12 og 13. des, líka þann 12. des er jólaball hjá Íslendingafélaginu, svo er Nonna og Manna hittingur um kvölduð 13. des, 14. des er konukvölds hittingur og svo var mér boðið í Baby shower hjá Tracy Pelt en ég er ekki viss um að ég komist þangað en ég er enþá að velta fyrir mér hverju ég þarf að hafna þann 12. des :S.
En nóg af blaðri í bili.
Knúsar og munið að halda í jólagleðina
Fjóla og co
4 comments:
Gangi þér vel að velja og svo góða skemmtun í þessu öllu sem þú velur svo að fara á :)
Knúsar
A7
Takk æðislega fyrir kvittin á bloggið mitt:D það er alltaf jafn gaman að fylgjast með bloginu þínu;)
Ég er nokkuð viss um að konunum finnist gaman að fá íslenskar piparkökur;) það er ekkert eins og íslenskar piparkökur:D
Kveðja frá Finnlandi
Anna
Vá nóg að gera :)
Verða öruglega rosalega margir tjúar á hittingunum bara gaman. Verður að muna eftir myndavélinni langar svo að sjá :D
Knús Kristín
vá það er bara brjálað að gera hjá þér skvís, það er ekkert smá skemmtilegt að lesa bloggin þín og ég er ánægð með þig að þú bloggir aftur á hverjum degi eins og síðustu jól :) hafðu það endalaust gott
Post a Comment