Monday, December 07, 2009

8. desember

Pabbi minn á afmæli í dag :D. Ég ætla að hringja í hann mjög fljótlega og óska honum til hamingju :D. Það er leiðinlegt að geta ekki verið heima og borðað banana brjálæðis kökuna sem mamma bakaði handa pabba eftir sérstakri ósk hans ;D en vonandi fæ ég allavegana að vita af hverju ég er að missa ;D.
Annars er bara venjulegur dagur í dag. Ég bjó til piparkökudeig í gær þar sem Davíð minn er mikill piparköku kall og ætla ég að baka þær í dag en ég hélt að það væri alveg nauðsynlegt að hafa hrærivél en þetta var auðveldara en ég hélt. Siggi og amma Lalla ég þakka kærlega fyrir uppskriftina sem þið senduð og ætla ég að spreyta mig á henni sem fyrst en ég ætla svo að baka allavegana tvær aðrar sortir í viðbót þar sem ég er að fara í konuhitting næsta mánudag og þá á að skiptast á kökum þannig að ég þarf að baka slatta ;D. Konurnar hafa örugglega gaman af því að fá íslenskar piparkökur ;D. Það er íslensku hóps hittingur í kvöld og hlakka ég mikið til þess eins og alltaf.
En ég óska bara bestasta pabba í heimi aftur innilega til hamingju með daginn og hlakka ég til að tala við þig á eftir :D

knúsar Fjóla, Davíð, Moli og Narta :D

2 comments:

Pabbi said...

Takk fyrir elsku Fjólan mín, ég hlakka til að heyra í þér á eftir þegar ég opna pakkann frá þér. Hlynur og Jóhann eru búnir að hringja og óska mér til hamingju!
Pabbi..

Anonymous said...

Til hamingju Halldór með daginn og Fjóla til hamingju með pabba þinn :)
Knúsar
A7