Fyrsti snjódagurinn var í gær. Núna meiga sko jólin fara að koma. Ég er alveg alsæl en þetta er einmitt það sem ég hafði panntað núna held ég bara í vonina að jólin verði hvít :D.
Við Moli skelltum okkur út í snjóinn þrátt fyrir smá mótmæli frá Mola ;D. Hann fór í peysuna sem Bára frænka hafði prjónað sérstaklega handa honum og var ekkert smá sætur og fínn :D. Eftir gönguna fórum við svo inn og fengum okkur hádegismat og hlömmuðum okkur niður fyrir framan arineld sem Davíð var búinn að kveikja upp í alveg eðal kósý :D.
Í dag er sunnudagur þannig að við förum í kirkju núna í morgunsárið. Annars heldur Davíð bara áfram prófalestri og við Moli reynum að finna okkur eitthvað til dundurs og svo já auðvita leikfimin ekki má gleyma henni ;D.
Ég er búin að komast að því að það ætlar að verða mjög erfitt fyrir mig að gera smákökur í ár án hrærivélar :S. Davíð langar svo í piparkökur en ég er ekki að sjá hvernig það á að ganga upp.
En nóg um það hér koma myndir frá því í gær.
Ég og Moli tilbúin furir labbitúrinn
Moli í peysunni frá Báru sín
Jólatréið :D
fallega skógarleiðin okkar
Fallegasti hunda Prins í heimi
snjór, snjór alstaðar
litlu fuglarnir á svölunum okkar
Guð blessi ykkur :D
6 comments:
Vá þetta eru æðislegar myndir af ykkur Mola saman :)
Falleg peysan hans Mola það sést nú alveg að hann er ekki alveg að fíla þennan snjó litli kallinn niður með skottið, Sóldís sendir honum samúð hehe snjórinn er einmitt ný farin hér. Sóldís var þbílíkt ánægð með það :D
Knús Kristín
oh elsku dúllan. Já Moli var ekki ánægður en ég held það hafi verið vegna þess að þetta var mjög blautur slabb snjór og það var enþá snjókoma þegar við fórum út ;D.
knúsar á ykkur allar við söknum ykkar mikið
Fjóla og Moli
Flott að fá jólasnjó :) Hér í Kristiansand er bara rigning og rok og slabb. En mér líður þó allavega eins og ég sé heima.
Geggjað að geta haft það kósí við arininn í jólahúsinu ;)
Knúsar frá Kristiansand
Knúsar :)
A7
Amma Davíðs í Keflavík vill gjarnan hjálpa þér. Hér eru piparkökur, sem þarfnast ekki hrærivélar:
500 grömm hveiti
250 grömm sykur
6 teskeiðar lyftiduft
2 teskeiðar natrón (matarsódi)
1 teskeið negull
1 teskeið kanill
1 teskeið pipar
1 teskeið engifer
1 teskeið kakó
250 grömm smjör eða smjörlíki
2,5 desilítrar síróp
1 egg
Deigið er hnoðað og því skipt í jafna bita, rúllað í kúlur, sett á plötu og þrýst á með gaffli. Bakað ofarlega í ofni við um það bil 200° Celcíus. Athugið, að bezt er að laga deigið daginn áður og láta það standa inni í ísskáp. Uppskriftin er eftir Margréti Sigfúsdóttur skólastjóra í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík.
Kveðja, Sigurður.
Moli er ekkert smá flottur í peysunni frá Báru
Post a Comment