Vá hvað dagarnir líða hratt það er strax kominn 5. desember :D. Pabbi á afmæliu eftir 3 daga og hlakka ég mikið til að tala við hann þá :D.
Ég er búin aðvera dugleg að elda heima og tók mig til fyrir tveim vikum og skrifaði niður hvað ég ætlaði að hafa í matinn næstu tvær vikurnar og það hefur virkað mjög vel þrátt fyrir að við höfum aðeins hliðrað til hvað er borðað á hvaða degi ;D en það er ok. Ég búin að vera með, pítur þar sem ég bjót til allt sjálf líka brauðið og sósuna, fyltar kjúklingabringur með pestó, sólþurkuðum tómutum og ólívum, þosk með kyrsjuberjatómötum, ferskum mozzarela og basiliku, ferskan túnfisk með karteflum og fleyra sem ég man ekki akkúrat núna ;D.
Við fórum í matarboð hjá einum eða réttara sagt hjá tveimur af kennörunum hans Davíðs í gær en Davíð komst s.s að því að ÞEIR eru par. Við vorum búin að komast að því að annar væri hommi eða ÉG var búin að komast að því svo lagði ég tvo og tvo saman Davíð alveg clueless ;). Húið þeirra er algjört rugl en ég hef aldrei séð annað eins, það er meira eins og safn en heimili. Þeir eru með mikið að hindúastittum út um allt og aðra muni sem þeir hafa fengið út um allan heim á ferðalögum, stofan er með tvo arna og í kjallaranum, er vínherbergi. Davíð misti alveg andlitið þegar hann fór þangað inn og ég verð að viðurkenna að þetta var ekkert smá flott. Þetta var alveg eins og maður sér í bíómyndunum hjá ríkafólkinu ;D. Davíð skemmti sér mjög vel sem er frábært og hafði ég líka gaman af því að fá að fara með og sjá þetta allt saman og maturinn var mjög góður.
19. dagar til jóla.... VÁ!!!! Ég er mjög spennt fyrir jólunum en það er hellingur sem við eigum eftir að gera þannig að ég þarf að fara að skipuleggja eins og brjálæðingur. Ég veit að ég þarf að gera kleinur fyrir 13. desember og smákökur fyrir 14. desember og svo gerum við laufarbrauð mjög fljótlega þar á eftir eða strax og Davíð er búinn í prófinu sínu þann 16. desember :D. við eigum líka eftir að gera piparkökuhúsið okkar og fara og kaupa See´s candy þannig að það er nóg sem er eftir og er ég alveg rosalega ánægð með að vera búin að skreyta allt og setja upp jólatréið :D annars væri ég soldið stressuð núna :S.
Pabbi og mamma hringdu í mig í gær og sögðu mér að þau væru búin að senda okkur Fangavaktina :D en ég er alveg rosalega spennt að fá að sjá hana loksins :D
Ég náði mynd af einum af fuglunum mínum sem koma og fá sér smá brauð hjá mér en ég er að vonast til að ná þeim öllum seinna meir til að sýna ykkur ;D.
Að gæða sér á brauðinu
nammi nammi....
gott að fá smá brauð
Knúsar á ykkur öll og Guð veri með ykkur
Fjóla og co.
1 comment:
Það er svo mikill myndaskapur í þér Fjóla mín, þú bara gerir allt frá grunni! :) gangi þér vel að baka :)
Post a Comment