Ég á alltaf erfiðara og erfiðara með að átta mig á veðrinu hérna. Ein daginn er skítakuldi, dagurinn þar á eftir er heit og þú getur komist upp með það að vera bara í peysu. Dagurinn í gær var peysudagur. Við Moli fórum út að labba hringinn okkar góða. Það er tré á leiðinni þangað semer búið að skreyta með jólaskrauti og jólaljósum svo ég ákvað að taka mynd af því svona til gamans fyrir ykkur
En það er s.s þetta tré. Það er sérstaklega gaman að labba framhjá því að kvöldi til þegar ljósin eru kveikt :D.
Eins og þið vitið er föstudagur sem þýðir að helgin er handan við hornið sem er alltaf gaman. Við Davíð erum að fara í kvöld í matarboð til eins af kennurunum hans Davíðs en boðið er heima hjá honum. Þannig að ég ætla að vinna í því að gera mig sæta og fína svo Davíð þurfi ekki að skammast sín fyrir mig ;D.
Fyrir utan matarboðið er fátt að fréta af okkur nema bara þetta tíbíska reyna að standa sig í mataræðinu, vera dugleg í leikfimi og gefa Mola labbitúrinn sinn og hafa ofanaf fyrir honum þar sem hann þarf að vera einn heima í nokkra tíma.
Annars höfum við það gott og erum mjög þakklát fyrir allt sem Guð hefur og er enþá að gefa okkur.
En að lokum nokkrar af myndir af Mola ;D
Hann kemur sér yfirleitt fyrir í sólinni og ef tjaldið er í sólargeislunum er það bónus fyrir hann ;D
Fallegi Prinsinn minn í sólinni
svo færir maður sig bara eftir því hvert sólin ákveður að fara næst ;D
svo eitt myndband að lokum til að hressa ykkur við þetta er adorable :D
Elskum ykkur Fjóla, Davíð, Moli og Narta
8 comments:
MOli er algjört krútt - og kettlingurinn gjörsamlega geggjaður :)
Knúsar
A7
Ég rakst á þetta blogg þegar ég var að leita af "Betlehemkertinu" á goole. Fallegt blogg hjá þér,gangi þér vel.
oh takk kærlega fyrir það þú ert velkomin að kíkja hvenar sem er :D
Gaman að lesa bloggin þín Fjóla... hef ekki kíkt í smá tíma. Kannaðist við ostakökuna og verði þér að góðu. Maður á ekki að leyna góðri uppskrift:)
Kveðja íris
Skemmtið ykkur vel í boðinu í kvöld :)
Knúsar frá mér og Fróða
P.S. þú ert alltaf sæt :)
O Mola kalla mér langar bara að knúsa hann þegar ég sé hann litli kallinn. Þetta er notlega bara sætur kettlingur æðislegur :)
Ofsalega flott jólatré gaman að hafa svona úti jólatré.
KNús Kristín
ótrúlega fallegar myndir af Mola :)
Post a Comment