Wednesday, December 23, 2009

24. desember Aðfangadagur jóla :D

Kertasníkir

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld

Hann elti litlu börnin
sem brostu glöð og fín,
og trítlaði um bæjinn
með tólgarkertin sín

....................................................................

The thirteenth was Candle Beggar,
-´twas could, I believe,
if he was not the last
of the lot in Christmas eve

He trailed after the little ones
who, like happy sprites,
ran about the farm
with their fine tallow lights

Þá er hann kominn, aðfangadagur jóla. Ég á soldið erfitt með að átta mig á því að hann sé kominn því það er eins og það vanti eitthvað fyrir jólin sem er náttúrulega fjölskylda og vinir. Ég trúi því samt að eftir að við höfum talað við alla heima, horft á foreldra og systkyni opna pakkana frá okkur, eftir að kirkjan er búin og þegar við setjumst við eldhúsborðið og lesum jólaguðspjallið og borðum jólamatinn að þá finn ég að jólin eru komin.
Allt er tilbúið hjá okkur fyrir utan sjálfa steikina og súpuna sem verður matreidd á eftir en Davíð var svo duglegur að undirbúa ris ala mandle í gær en það á bara eftir að bætta þeitta rjómanum út í það og þá er það tilbúið. Ég ætla að sjá um súpugerð en það var ekki hækt að finna fiskiteninga hér sama hvað við leituðum en við fundum á endanum litlar fenrnur með krabba soði sem við ætlum að reyna að nota í staðinn og vonum að það komi ekki af sök en við splæstum á smá humar út í súpuna ;D. Davíð sér um hamborgarhrygginn en hann er algjör snillingur þar :D.
En eins og ég sagði áðan þá erum við búin að plana skype fund með báðum foreldrapörunum mili hálf átta og tíu á íslenskum tíma þannig að við fáum að sjá þau opna pakkana frá okkur :D sem við hlökkum mikið til að sjá :D. Við ætlum svo að hringja í afa og ömmur ásamt vinum og óska öllum gleðilegra jóla :D.

Fyrir þá sem við náum ekki að hringja í óskum við Gleðilegra jóla og biðjum almáttugan Guð að blessa og venda ykkur yfir hátíðarnar. Við elsku ykkur og ykkar er sárt saknað af okkur. Jólaknúsar
Fjóla, Davíð, Moli og Narta :D

4 comments:

Anonymous said...

Aðfangadagur jóla - Vááá!!! Takk fyrir allt bloggið Fjóla. Hlökkum til að heyra í ykkur og sjá í kvöld. Það gæti verið að jólasamkoman verði send út á netinu. Þið ættuð að athuga það á filadelfia.is upp úr fjögur að íslenskum tíma (horfa-beint). Borgar sig að vera tímanleg skilst mér, því annars náið þið kannski ekki sendingunni...þekki þetta samt ekki nógu vel...
Knúsar
A7

Mamma og Pabbi said...

Elsku Fjóla og Davíð(auðvitað Moli og Narta líka) ykkar er sárt saknað hér en það verður gaman að skype-ast í kvöld. Við erum að undirbúa allt og gera klárt, jólabaðið og svona.
Heyrumst í kvöld!
B21

Anonymous said...

Gleðileg jól elsku bestustu takk kætlega fyrir gjafirnar. Hafið það gott og heyrumst endilega sem allra fyrst

Knús Kristín, Soldis og Aris

Anonymous said...

Merry Merry Christmas our sweet ones! Thanks so much for the book, we will most definitely put it to good use! We decided to open out Icelandic Christmas presents tonight :).

Have a very very Merry Christmas!

KNÚS!

-Jón and Riss