Ketkrógur
Ketkrókur, sá tólfti
kunni á ýmsu lag-
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag
Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá
....................................................................
Meet hook, the twelfth one,
his talent would display
as soon as he arrived
on Saint Thorlak´s day
He snagged him self a morsel
of meat of any sort,
although his hook at times
was a tiny bit short
Jæja góðir Íslendingar þá er komin Þorláksmessa dagur skötu og þess vegna vondrar lyktar. Ég skal sko alveg játa það að ég hefði ekkert á móti því að finna fult af vondri skötulykt því það myndi þýða að ég væri komin heim. En alsekki halda að við Davíð höfum það ekki eins gott og hækt er. Við erum svo glöð að jólin skuli vera að koma það er bara soldið mikið öðruvísi í ár en öll önnur ár ævi minnar. Við Davíð höfum gert allt svo jólalegt og hlýlegt hérna hjá okkur að ég veit að jólin verða himnesk enda er Guð með okkur og passar vel upp á okkur. Ég vona að þið fáið að njóta smá skötu fílu fyrir okkar hönd og virkilega NJÓTA hennar því þið vitið ekki hvenar þið fáið að finna hana aftur ;D. Við skelltum okkur á Christmas Carol í gær kvöldi og vá hvað hún var dásamlega vel gerð og flott. Ég vissi að hún yrði góð en hún var svo miklu betri en það, ég mæli sérstaklega með henni.
Í dag höfum við það bara rólegt, Davíð ætlar að taka það að sér að undirbúa það sem hækt er fyrir Ris ala mande, Moli fær væntanlega labbitúr því það verður eitthvað lítið um það á morgun og svo ætlum við að hafa soðinn þorsk og karteflur í kvöldmatinn svona til að fá smá íslensku fíling á skötudeginum sjálfum.
Annars fengum við pakkann frá ykkur afi og amma í Garðhúsi í fyrradag og í gær fengum við pakka frá Jóni og Riss :D og þökkum við mikið fyrir það :D. Einig fengum við eitthvað sem ég má ekki sjá frá tengdó en við þökkum fyrir það líka ;D. Við þökkum fyrir símhringinguna frá Halldóri okkar og samtalið sem ég átti við Helgu í gær, elskum ykkur :D.
Annars var Davíð minn að ráðast í það stór verkefni að skreyta piparkökuhúsið sem við keyftum og var það heljarinnar mál en hér koma myndir af því ;D
Fyrst er það nýasta update á jólaþorpinu okkar. Við keyftum pakka með ódýrum jólaköllum og trjám í Home depot og er ég búin að bæta því við
Davíð minn var að skreyta piparkökuhúsið og gekk það svona upp og ofan enda sjáið þið einbeitingar svipinn
ekki alveg að ganga eins og hann vildi
en það þýðir ekkert að gefast upp ;D
og hér er svo húsið full skreytt
Knúsar og njótið Þorláksmessunar :D
4 comments:
Flott hús og mikil einbeiting hjá Davíð...vonandi gengur honum vel með "grautinn" í dag :) Við ætlum líka að gera ris a la mandle í dag (held ég) og smá rauðkál og ís - annars frekar rólegur dagur...
Knúsar
A7
amma og afi í Garðhúsi segja gleðileg jól og takk fyrir að gefa okkur hlutdeild í öllu þessu sem er að gerast hjá ykkur í Ameríku, og hvað við söknum ykkar það verður möndlu grautur hjá okkur.
takk afi og amma :D Hér ilmar allt líka af grjónagraut þar sem Davíð er að undirbúa ris a la mande eftirréttinn fyrir morgundaginn :D.
knúsar og við heyrumst á morgun :D
Vá ekkert smá flott piparkökuhús :D Jólin verða yndisleg hjá ykkur, hugsanir mínar verða hjá ykkur þegar klukkan slær sex á morgun og ég bið Guð að blessa ykkur jólahátíðina.
Jóla og söknuðarkveðjur,
Helga (og Fróði....og Emma :))
Post a Comment