Tuesday, December 22, 2009

22. desember

Gáttaþefur

Ellefti var Gáttaþefur
- aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hálegt
og heljar stórt nef

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann

......................................................................

Eleventh was Door Sniffer,
a doltish lad and grass
He never got a cold
yet had a huge, sensitive nose

He caught a sent of lace bread
while leagues away still
and ran towards it weightless
as wind over dale and hill

Jæja gott fólk 2 dagar til jóla.
Við Davíð grófum út bílinn í gær serm gekk ágætlega þrátt fyrir skort af verkfærum en við fengum lánaða bílasköfu og svo þegar við vorum ca hálfnuð bað Davíð um að fá lánaða skóflu hjá einum af nágrönnum okkar. Við skelltum okkur svo í smá leiðangur að kaupa smáræði og senda seinustu jólakortin. Við fengum hálfgert sjokk hvað umferðin var rosaleg og það að hver bensínstöðin af annari var lokuð s.s átti ekki til bensín :S. Við enduðum með að kaupa sýrasta bensínið á einni stöð sem við fórum á því það var það eina sem var eftir, fólk hefur greinilega verið að hamstra fyrir ÓVEÐRIÐ!!!! Ég kíkti aðeins í Mallið okkar og þar voru menn að selja nýtt gæludýr sem þeir kalla pocket pet og er eitt það sætasta sem ég hef séð ég varð alveg veik en þið getið séð mynd hérna http://farm4.static.flickr.com/3201/3028781232_d8b25730ac.jpg.
Annars er ekkert planað í dag, bara að bíða eftir jólunum. Það er allavegana ekki mikil spenna í að fara eitthvað út í þessa brjáluðu jólaumferð. Samt erum við að spá í að kíkja kanski í bíó á Christmas Carol þar sem við erum ekki enþá búin að sjá hana, það gæti orðið gaman :D.
Ég afsaka stutt blogg en það er ekki alltaf hækt að koma með eitthvað krassandi ;D.

Knúsar Fjóla, Davíð, Moli og Narta

3 comments:

Anonymous said...

Það er líka gaman að lesa "stutt" blogg :) Góða skemmtun í dag.
Knúsar
A7

Mamma og Pabbi! said...

Takk takk! Já það er ekki alveg sama merking í snjóstormur hjá kananum og okkur, hjá þeim er hann svona í vatnsglasi. Gaman að fylgjast með ykkur. Takk fyrir bloggið og jólasveinana!
B21

Helga said...

Vonandi hafið þið það kósí í dag. Hringdu í mig þegar þú hefur færi á, hef fréttir að færa.
Knúsar á þig og Davíð