Saturday, December 19, 2009

20. desember

Bjúgnakrækir

Níjundi var bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar
Hann henntist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar

Á eldhúsbita sat hann,
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik

.........................................................................

The ninth Sausage Swiper,
a shifty pilferer
He climbed up to the rafters
and raided food from there

Siting on a crossbeam
in soot and in smoke,
he fed himself on sausage
fit for gentlefolk

Í gær kyngdi sko aldeilis niður snjónum og hefur ekki annað eins sést í 13 ár hérna í Virginiu en í Washington D.C hefur ekki snjóað svona mikið frá því 1832!!!!!
Við áttum alveg æðislegan inni dag í gær þrátt fyrir að við kíktum aðeins út í smá labbitúr með Molan okkar (en hann hefði alveg viljað halda sig bara inni ;D).
Við náðum að taka til og þrífa alla íbúðina þannig að ef við stöndum okkur vel og höldum öllu hreinu og fínu þá þarf voðalega lítið að gera fyrir jól nema setja hreint á rúmmið og taka til svona smá ræði hér og þar.
Annars vorum við með steiktan fisk í gær kvöldi umm hvað það var gott, alveg kominn tími til en við höfum held ég bara gert það einu sinni eftir að við flutum út. Við erum svo byrjuð að skreyta piparkökuhúsið en það þarf að standa í smá tíma til að það detti alveg pottþétt ekki í sundur ;D.
Í Dag gerum við líklega fátt þar sem enþá er mikill snjót úti og við förum ekkert á bílnum meðan ástandið er svona en við ætlum að labba út í búð og versla inn fyrir jólin en það er sem betur fer bara lítið sem vantar upp á.
En hér koma myndir frá labbitúrnum okkar í gær.

Halloween skraut nágrannanna okkar var alveg komið á kaf

ok þetta er s.s Moli en hann vildi ekki labba vegna þess að hettan á úlpunni gerði það að verkum að hann sá ekkert. Þannig að mamma þurfti að laga úlpuna fyrir litla prinsinn

Feðgarnir að vaða snjóinn en það er akkúrat minna af snjó þarna þar sem við erum að fara yfir götu

Jólaskraut í garði hjá einhverjum

Davíð á kafi í snjó :D

Moli að reyna að elta okkur með því að hoppa í fótsporin okkar svo duglegur

allur út í snjó

sjáið þið ekki hvað gleðin skýn úr augunum á honum :D HAHAHAHAHA!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Svo bjargaði pabbi honum enda var hann búin að vera mjög duglegur

með snjó á milli táslanna ohhhh :)

og fult af snjókúlum föstum í feldinum

fallegi vetrar kallinn minn

og ég vetrar kellinginn

Mola spor

Davíð fyrir utan húsið okkar en þið sjáið kanski að það er búið að skafa göngustýginn og svo hólana til hliðar við það

eldgamall snjóugur kökgulóavefur

útsýnið af svölunum okkar

hjólin hafa litið bjartari dag :S

Knúsar frá okkur og munið það eru bara 4 dagar til jóla :D. Ég á svo eftir að sakna ykkar allra endalaust mikið :S.

6 comments:

Mamma og Pabbi! said...

Vaaaaaá, ekkert smá magn af snjó! Til hamingju með þetta, gaman að hafa snjó svona í kringum jólin. Það er reyndar verra ef þið náið ekki að hreyfa bílinn í einhverja daga. Það slapp flott að Davíð var kominn í jólafrí! Já það sést einhver svipur á Mola sem segir "takið mig upp og hreinsið mesta snjó hrönglið af berum maganum og haldið svo á mér restina af labbitúrnum"
Hér er svipuð spá fram að jólum, frost og snjólaust. Jæja takk fyrir frábærar myndir og fréttir (og jólasveinana)!
Kveðja frá B21

Anonymous said...

oh my goodness gracious! you all are getting dumped on over on the East Coast! it's crazy! so strange, it feels like summer over here, we had some rain and now it's warm! but hey! this is just in time for Christmas for you two!

-Rissy

amma og afi said...

þetta eru ótrúlegar myndir takk takk það er sumar veður hjá okkur

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá Davíð bara á kafi liggur við. Já það sést á Mola að hann hefði alveg verið til í að sleppa þessu hehe...
Flott myndin með loppunum hans

Knús Kristín

Anonymous said...

Þið fáið allavega jólasnjó :)

Gleðileg jól til ykkar og hafið það sem allra allra best

Kveðja Íris

Unknown said...

váá það er ekkert smá! ohh væri alveg til í að það væri svona jólalegt hérna! :)