Tuesday, December 01, 2009

2. desember

Þá er kominn annardagur desembermánaðar. Fuglarnir mínir hafa verið að koma á svalirna hjá okkur og fá brauðmola sem ég hef skilið eftir handa þeim en ég sá þá í morgun að hoppa um og leita að molum þannig að ég var fljót að fara og finna meira brauð handa þeim. Ég vona að ég nái mynd af þeim til að sýna ykkur því þeir eru alveg rosalega litlir og sætir ;D.
Í gær fór ég og hitti Joe, Matthew og Veroniku og fórum við í gegnum nokkra íslenskta texta en ég hef alveg rosalega gaman að vera með þeim og vonandi er ég að ná að hjálpa þeim eitthvað að skilja þrátt fyrir að stundum sé erfitt fyrir mig að útskýra ákveðnar settningar en ég verð vonandi bara betri í þessu ;D.
Í kvöld erum við Davíð að fara á Christmas Carol í Ford leikhúsinu (þar sem Linkoln forseti var skottinn) og er ég alveg rosalega spennt :D. Ég er að vonast til að geta tekið mynd ir áður en sýningin byrjar en ég sé til. En Bára áttuð þið Ásgeir ekki myndir úr leikhúsinu?
Annars er dagurinn í dag bara svona kósý dagur, ég fer líklega út með Mola að labba, Davíð ætlar að læra og svo þarf ég líka að fara í ræktina.
Annars tók ég nokkrar myndir af prinsinum fyrir bloggið og ég leifi ykkur að njóta nokkra þeirra með okkur ;D

Þetta er mjög algengur svipur á Mola þegar hann er orðin þreytur á myndatöku (sem gerist MJÖG fljótt)

Fallegi

Já hann fékk nammi svona smá mútur ;D

Nýi félaginn Grettir

Sæti okkar



Að lokum varð ég að láta fylgja með besta jólalag sem Baggalútur hefur látið frá sér en ég þarf svo að eignast þetta á disk.

knúsar Fjóla og co

2 comments:

Anonymous said...

Sætar myndir af Mola og Gretti "gamla", en hann verður 25 ára þessi jól - kom á heimilið aðeins áður en Davíð kom í heiminn :)
Knúsar
A7

Helga said...

Rosa sætar myndir af Mola krútti :D
Skemmtið ykkur æðislega vel í leikhúsinu.
Knúsar frá mér og Fróða