Saturday, December 19, 2009

19. desember

Skyrgámur

Skyrgánur, sá áttundi,
var skelfilegt naut
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
uns stóð hann á blístri,
og stundi og hrein

.........................................................................

Skyr Glutton, the eighth,
was a awful stupid bloke
He lambasted the skyr tub,
till the lid on it broke

Then he stood there goobling,
his greed was well known, until,
about to burst, he would bleat,
howl and groan

Í dag er snjóstorms dagurinn mikli sem veðurfréttamenn eru búnir að vara okkur við í nokkra daga. Það er allt á kafi í snjó og mér skilst að við meigum búast við að snjólagið verði allt að hálfur metri eða 16-20 inches. Fólk var alveg vitlaust í búðum í gær að kaupa inn brauð og klósettpappír til að eiga örugglega nóg yfir helgina (ameríkanar ;D). Við Davíð getum ekki fyrir okkar litla líf skilið þetta panic ástand því þetta er bara snjór það er ekki einu sinni VINDUR!!! Allir skólar eru úti í dag og mælst er með í fréttunum að ef þú þarft ekki að fara út ekki gera það.
Í gær gerðum við Davíð the unthinkable.... við gerðum laufabrauð frá grunni :S. Ég verð að viðurkenna að ég var þó nokkuð stressuð um að þetta yrði of erfitt (og ég neita því ekki það var erfitt) en það gekk betur en ég þorði að vona. Það sem var lang efiðast, eins og ég vissi, var að fletja þær út blessaðar kökurnar en þær þurfa að vera svo rosalega þunnar og það er hægara sagt en gert. Ég flatti út nánast allar kökurnar og taldi mig hafa staðið mig eins vel og hækt var þá tók Davíð við og náði að gera þær þynri en mínar þannig að hann tók allar mínar í gegn og náði að gera þær þó nokkuð fínar (en það tók á ). Ég skar svo út allar kökurnar (en þær voru nú ekki nema 13 eins og jólasveinarnir) og þá var komið að steikingunni. Þær urðu aðeins dekkri en við vildum en samt ekki brunnar. Þær voru smá seigar fyrstu en hafa bara harnað því lengur sem þær fá að standa sem er akkúrat það sem við vildum :D. SUCCESS!!!!!!!!!!!!!!! Ég er rosalega ánægð og tókst þetta svona vel með góðri sammvinnu :D.
Í kvöld er okkur boðið í jólaboð hjá Möggu og Orlando en þau eru hjón sem við kynntumst á jólabasarnum hjá Íslendingafélaginu. Við höfum sotlar áhyggjur af því að komast ekki vegna veðurs en eins og þið flesti vitið erum við á rosalega amerískum kagga og á sumardekkjum (en enginn í Virginiu notar vetrardekk) en vonandi gengur það með Guðs vilja við sjáum hvernig fer þegar líður á daginn.
Annars er bara kósý dagur í dag, ég held við ætlum að reyna að taka til, þrífa og skreyta piparköku húsið enda kominn tími til. Svo fær kanski Moli jólasnjós labbitúr ef ég næ að plata Davíð og Mola út með mér ;D.
En hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.

Davíð minn að fletja út kökurnar :D

Það var erfitt ;D

Þá var komið að því að skera út munstur í kökurnar og sá ég um það

Þar sem við erum ekki með neitt skurðjárn þá varð ég að handskera munstrið en það er ekki svo mikið mál ;D

Davíð og ég búin að steikja, pressa og salta allar kökurnar og þá var bara að steikja endana ;D

Þarna eru svo kökurnar tilbúnar fyrir jólin :D

Jólaknúsar Fjóla og Davíð

p.s. Elsku Helga mín ekki vera leið yfir þessu með jólagjöfina. Það er ekkert sem þú hefðir getða gert öðruvísi. Við biðjum bara fyrir þessu og vonum það besta. Knúsar elsku dúllan mín. Þú ert bestust.

p.s.2 Hér er svo linkur um það sem við erum að tala á mbl. http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/12/19/mikil_snjokoma_i_bandarikjunum/?ref=morenews

2 comments:

Anonymous said...

Hæ - heyrðu, þetta heitir bylur á íslensku.

Það er mjög gaman að lesa bloggið þitt, hef aldrei kommentað áður!

Fjóla Dögg said...

Þeir tala um blizzard og storm ;D. takk fyrir kommentið :D