Sunday, December 13, 2009

14. desember


Stúfur

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á

hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirna,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar

..............................................................................................

Stubby was the third called,
a stunted little man,
who watched for every chance
to whisk of a pan

and scurrying away with it,
he scraped off the bits
that stuck to the bottom and brims
- his favorites

10. dagar til jóla þetta er rosalegt. Ég hef átt góða og viðburðaríka helgi. Við Moli erum búin að fara í tvo Chihhuahua hittinga og hafði hann bara gaman af.
í dag bakaði ég og Davíð kleinur fyrir Nonna og Manna hittinginn og gekk það betur en ég þorði að vona þrátt fyrir að kleinurnar séu ekki vitund stökkar en ég tel það vera vegna þess að við erum að nota olíu í steikingu en ekki feiti. Þær eru samt bragðgóðar þrátt fyrir að ég sé ekki mikil kleinu kelling enda átti þetta að vera fyrir kvöldið en ekki sérstaklega fyrir mig og Davíð ;D.
Bráðum verður Davíð í þessu blessaða prófi og þá getum við virkilega hellt okkur í jólastúss en ég er verulega farin að bíða eftir því að hann klári.
Það var rosalega gaman á Nonna og Manna kvöldinu mínu en að komast þangað var enginn hægðarleikur. Húsið hans Joe´s er einhbverstaðar lant inn í skógji og það var svo dimt og mikið þoka að ég eiginlega lúsaðist áfram. En kleinurnar gerðu góða hluti held ég og ég spjallaði alveg heilan helling við flest alla þarna og hafðpi ofboðslega gaman af.
En í kvöld ætla ég með Veroniku á konukvöld þannig að nú þarf ég að fara að baka smákökur sem er náttúrulega bara gaman ;D.
Annars bið ég bara Guð að passa ykkur.

Tveir af tjúunum sem við hittum í gær

allir að heilsa upp á Brian

Moli og litli barnið en hann er 1. ára þessi rakki

hann er að elta mig :S....

þá var komið að kleinubakstri

ég búin að koma fyrir á bakka fult af kleinum sem voru tilbúnar til steikingar

og svo hélt ég áfram að fletja út og snúa uppá

Davíð að steikja duglegi kallinn minn

Fult af kleinum tilbúnar :D

ummmm.... Þetta gerist ekki íslenskara ;9

Svo varð maður að smakka alveg möst og með ís kaldri mjólk ;D

já og ég líka

knúsar frá okkur Fjóla og co

3 comments:

Anonymous said...

Ohh svo gaman að lesa bloggið þitt svona í prófalestrinum :) Kleinurnar líta svona alveg ljómandi vel út, hlakka til að koma aftur í heimsókn og fá kleinur!
Og mikið rosalega fer rautt þér vel!
Spurning að ná einu Skype-tjatti svona fyrir jólin?!

Kv. Bára

Helga said...

Namminamm, þetta hafa örugglega verið góðar kleinur :p Ekkert smá stuð hjá Mola samt að fara í 2 tjúapartí! Hann var nú klárlega flottastur í þeim báðum :)

Knúsar frá mér og Fróða
P.S. endilega sláðu á þráðinn þegar það passar, þó ekki sé nema nokkrar mín.

Fjóla Dögg said...

Já Bára endilega að reyna að ná smá spjalli með ykkur fyrir jól. Davíð er búinn í prófum 17. desember og það væri gaman að tala saman eftir það :D
Endilega sláðu bara á þráðinn við tækifæri eftir það.

Kv Fjóla :D