Saturday, December 12, 2009

13. desember

Giljagaur

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn
-Hann skreið ofanúr gili
og skaust í fjósið inn

Hann faldi sig í básnum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal

..........................................................................

The second was Gilly Gawk,
gray his head and mien
He snuck in to the cow barn
from his craggy ravine

Hiding in the stalls,
he would steal the milk
while the milkmaid gave
the cowherd a meaningful smile

11. dagar til jóla úff tíminn líður HRATT. Það er komin helgi og fórum við Moli í Chihuahua hitting í gær og var það bara mjög fínt. Það voru ekki mjög margir sem komu en þó smá svo Moli nápi aðeins að mingla við gengið.
Í dag ætlum við aftur að hitta aðra tjúa í D.C og verður vonandi bara enþá skemtilegra þar en það eru fleyri búnir að tilkynna komu sína þannig að ég vona að Moli finni einhvern fullkominn leikfélaga þarna :D. Þegar við komum svo heimn verður farið í það að búa til kleinur fyrir kvöldið en þá er ég að fara að hitta ameríkanana sem eru að læra íslensku og ætlaði ég að koma með kleinur þannig að þið megið endilega huksa til mín í þessari frumraun minni ;D. En í kvöld fer ég s.s til Joe´s að horfa á Nonna og Manna og hlakka ég mikið til enda er ég algjör Nonna og Manna kelling :D.
Ég ákvað að vera ekkert að fara á jólaballið í gær þar sem Davíð ætlaði ekki að fara og ég nenti ekki að keyra þetta ein en ég var í staðin heima og náði að slaka á og undirbúa daginn í dag.
Annars er það basra þetta venjulega, Davíð lærir eins og brjálæðingur en sem betur fer er prófið hans á miðvikudaginn og þá er hann búinn en hann gæti tekið sér einn dag í viðbót fyrir heimaprófið.
Annars erum við búin að fá afmælispakkana okkar frá amazon já eða pabba og mömmu ;D og í gær fengum við heldur betur óvæntan póst sem má ekki opna fyrr en á jólanum og er sent frá Selfossi :D Hver er þar að bralla eitthvað... kanski Sigrún og Ingólfur eða Svanhvít? Ég veit ekki.
Við töluðum við Benjamín á skype í gær en við vorum búin að senda á hann jólagjafirnar hans og þar sem þær eru of fyrirferðamiklar til að taka með heim til Íslands og opna þær þar þá fékk hann að opna þær fyrir jól og við fengum að sjá hann opna sem er alltaf gaman, en kallinn fékk samlokugrill en fyrir þá sem þekkja ekki mikið til Benjamíns þá hlaut hann Nóbelsverðlaun í samlokugrills brauðs áti svo það er ekki slæmt að Caltech sé með tvo Nóbelsverðlaunahafa í efnafræðideildinni sinni :D.
En nóg um það hér koma myndirnar :D

Þarna eru tveir pínulitlir tjúar en þeir eru ekki nema 3-4 pund og heitir rakkinn Cujo ;D

Moli og svo þessi risa tjúi en hann er 9 ára kallinn

Eigendurnir en það er gaman að segja frá því að einn eigandinn er með joint custody á hundunum sínum tveim, only inn America. En þessi hundur á þessari mynd heitir Blue og er hvorki meira né minna en 13 ára og ég verð bara að segja eins og er ég hef ALDREI séð svona rosalega flottan gjamlingja áður hann gæti verið jafn gamall Mola ef ég vissi ekki betur.

Leika og pissa

Þessi heitir Samson

Moli minn í flottu úlpunni sinni

Cujo litla gimpið en hann var mjög skemmtilegur þrátt fyrir nafnið ;D

Moli að leika sér við Samson

gaman gaman :D

LEIKA!!!!!!!!!!!!!!!

Guð blessi ykkur Fjóla of co

4 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun í dag í tjúahittingnum og kleinubakstrinum :)
Knúsar
A7

Anonymous said...

O gaman að sjá myndir vá hvað sumir eru ekki tjúalegir hehe en öruglega gaman að fara á svona tjúa hitting :D

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

Við verðum að muna að það er ekki hækt að líkja íslandi saman við neina aðra þjóð varðandi svona hittinga þar sem stærstur hluti hópsins eru ræktendur með fullkomna hunda. Hér er þetta bara fólk sem er með gæludýr ekki neinir ræktendur sem myndu koma í svona hitting. Fúlt en satt.

Helga said...

Gaman að fara í svona tjúahitting :) Tjúahittingar hér eru meira einsog heima samt, ég hef ekki farið á neinn en er inná spjöllum og þar eru þetta bara ræktendur með sýningarhunda. Hver veit nema ég kíki í svona hitting næsta sumar :p
Knús frá mér og Fróða

P.S. ég er búin að tala við Elsu