Héðan er allt gott að frétta :D. Í fyrradag fórum við og elduðum fyrir bróður hennar Marisu og fjölskylduna hans hangikjöt og uppstúf, sykraðar karteflur og ég veit ekki hvað og hvað :D. Við skemmtum okkur konunglega og hörfðum svo á IDOL-ið í einu af tveimur 72" sjónvarpinu sem Phil á :S VÁ ég hef aldrei séð neitt svona stórt á æfinni.
Í gær var heima dagur að mestu fyrir utan það að við fórum öll út að versla saman fjöslkyldan ;D. Við höfum verið dugleg að spila Mario leikinn sem við Davíð eigum í wii en það er nú ekki mikið eftir af honum núna skal ég segja ykkur ;D.
Núna eru skrákarnir að gera sig til að fara í leikfimi (boys time) en við Marisa verðum heima og þegar það fer að hitinn hækkar þá ætlum við út í allavegana klukkutíma langa göngu með Mola minn :D.
Annars er ekki mikið að gerast hjá okkur þannig séð. Davíð komst að því að Gunnar yfirmaðurinn hans í N.Y. verður færður frá N.Y. til Osló í maí þannig að möguleikarnir okkar að Davíð fái vinnu þar aftur eru orðnir frekar þunnir :S. En við erum dugleg að leita og vonandi gerist eitthvað. Draumurinn er náttúrulega að fá bara að vera hérna í Californiu áfram s.s að Davíð fáin vinnu hér ;D og að Jón geri slíkt hið sama :D.
En nóg með það ég sendi miklar kveðjur og mikla knúsa heim (og til Noregs auðvita ;D) og virkilega bið al góðan Guð að passa vel upp á ykkur.
Fjóla og co
1 comment:
Takk fyrir Fjóla, gaman að heyra frá ykkur!
Post a Comment