Tuesday, January 11, 2011

The Price is Right og Pinks :D

Í gær fórum við gengið ásamt Benjamín í sjónvarpsþáttinn The Prise is right og vá hvað það var gaman :D. Við vorum það heppin að Benjamín var búin að redda þannig miðum að við þurftum ekki að bíða þar til kl 5 um morguninn heldur vorum við bara mætt rétt eftir 11 :D. Þátturinn sem við eigum að vera í verður sýndur hérna í USA 7 febrúar og er markmiðið að ná að taka hann upp :D. Það sem kom mest á óvar var hvað salurinn er ógeðslega lítill :D og hvað Drew Carey er orðinn rosalega grannur :D.
Eftir þáttinn vorum við orðin vel svöng enda búin þá klukkan orðin 6. Við fórum þá á mjög vinsælan stað hérna í LA sem heitir Pinks en þeir eru rosalega þektir fyrir pulsurnar sínar og umm umm hvað það var gott :D. Ég fékk mér svo kallaðan Shrek and Fiona Dog (nema ég skipti út beef puslu fyrir kalkúna pulsu) en á þeirri pulsu var guacamole og tómatur ummm svo gott :D. Davíð aftur á móti fékk sér með chili, bacon, ost og guacamole á sína :D.
Núna sit ég hérna á skólabókasafni skólans hans Jóns og er ða þykjast vera rosa dugleg ;D. Ég fer svo fljótlega heim held ég til Mola og kattana en það þarf að setja í stlatta af vélum í dag og ætla ég að taka það að mér meðan strákarnir halda áfram að vera duglegir að sækja um vinnur og á meðan Marisa er í sinni vinnu.
Ég sendi bara knúsa heim og bið Guð að vera með ykkur :D.

Við kroduðum á boli fyrir The Price is Right :D

Þarna eru svo litlu hjónin eftir þáttinn en það var alveg bannað að vera með myndavélar þar :S

Bræðurnir

Gaman gaman ;D

Það er gaman að segja frá því að við lögðum á stað sem er callaður The Grove on þar versla allar stjörnunrar þetta er án efa flottasta bílageimsla sem ég hef séð nánast eins og að labba inn í lobbí á flottu hóteli án gríns :S.

Við bæði hjónakornin

VÚHÚ :D !!!!!!!!!!

Komin á Pinks :D

Benjamín búinn að pannta

Marisa og Jón enþá að huksa ;D

Sjá þessar trölla pulsur :S

Nammi Nammi Namm :D

Bejamín glaður :D

Davíðs og mín pulsa ohhh svo gott :D

1 comment:

Anonymous said...

Vá þetta eru rosalegar pulsur.
Flottir bolir hjá ykkur ;)

Knús Kristín
ps. held að skypið mitt fari bara að komast í lag ;)