Tuesday, January 25, 2011

Fréttir frá Cali


Þá er ný vika byrjuð og ný ævintýri bíða okkar :D. Marisa er farin í vinnuna en hún er að vinna núna þrjá daga í röð :S þannig að við hin ætlum að reyna ða vera dugleg að gera eitthvað af viti á meðan :D. Ég er svona að koma mér í gírinn að byrja að þvo þvott en við Davíð erum með slatta og svo var ég búin að bjóðast til að þvo fyrir hin hjónakornin ;D. Í morgun fór ég með strákunum í leikfimi hjl´óp í 20 mín á bretti á mismunandi hraða og er planið að fara aftur á morgun og þjálfa sig áfram haldandi :D.
Í gær fórum við með Jóni til L.A. en hann var að fara í atvinnu viðtal þar sem gekk bara vel heldur hann. Eftir það fórum við svo og hittum pabba hennar Marisu og fengum okkur að borða með honum og konunni hans sem var alveg hreint frábært :D. Seina um daginn hittum við svo Katie og fórum með henni á The Santa Monica Pier og löbbuðum svo um svæðið þar nálægt í dá góðann tíma :D.
En ég er með myndir handa mínum dyggu aðdáendum eins og alltaf ;D.

á sunnudaginn fórum við á Alberto's og fengum okkur Burrido :D
Davíð prófaði California Burrido og hún var TRUBBLUÐ ;D

Þetta er svo mín en mér fanst hún betri síðast með kjúklingi :D

Á bryggjunni í gær þá sá ég þanan matsölustað sem heitir Maria Sol fanst það svo endalaust fynndið að ég varð að taka mynd af því ;D.

Riss og Davíð með sólsetrið í bakgrunninn :D

Litla fjölskyldan :D

sætu hjónin okkar :D

Riss of Katie

Fallegt

undir bryggjunni

Moli var ekkert allt of viss um sjóinn ;D

Svo sæt mynd

Davíð og Parísar hjólið :D

Fórum og röltum um göngu götu og fengum okkur trugglaðan jógúrt ís ég fékk mér cocos, og mango ís en þú gast einig fengið með blóðappelsínu-, vanillu-, súkkulaði- og granateplabragði :D.

Við erum svo búin að ákveða að við erum að fara í útilegu í eiðimörk nánar tiltekið Death Vally en það er næst heitasti staður á jörðinni og er ég gjörsamlega að springa ég hlakka svo til að fara :D.

Knúsar og kram elska ykkur og Guð veri með ykkur alltaf :D.

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir myndirnar og bloggið...og hvenær á svo að fara í útileguna??? Ein forvitin ;o)
Knúsar
A7

Davíð og Fjóla said...

Við erum að fara fyrstu helgina í febrúar semsagt 4-6 febrúar

Anonymous said...

Frábært - heyrum betur frá þér/ykkur áður :)
Knúsar
A7