Jæja við erum að komast inn í smá rútínu hérna og höfum það mjög gott. Nýustu fréttir eru þær að ég ákvað að hætta við áfangans sem ég byrjaði á núna í janúar fyrst og fremst vegna þess að hann er miklu tímafrekari heldur en síðasti áfangi (og þá var ég að læra að minstakosti 5 tíma 6 daga vikunar), við erum eki beint í bestu aðstæðunum akkúrat núna og það að Davíð fer í burtu í mars og það finnst mér alveg hræðilegt þar sem hann er svo duglegur í að hjálpa mér að lesa, lesa yfir og hjálpar mér að skilja betur hvað ég er að læra. Önnur ástæða er sú að okkur finst skipulagið hjá skólanum ekki vera nógu gott sérstaklega þegar maður er kominn á háskólastig það er of mikið sem maður þarf að vera að leiðrétta kennara og veiða upplýsingar og finnst okkur það ekki alveg nógu gott.
En annars höfum við það fráæbrt. Við vorum með spila kvöld í gær þar sem Katie vinkona Marisu og Jóns kom í hiemsókn og varþ að aæveg hreint frábært að fá að kynnast henni :D. Við áttum svo heitar umræður um hvort að aðskilja ætti ríki og kirkju... bara svona tíbískar umræður eins og við höfum oft þegar við fjögur erum saman ;D.
Á morgun er svo gleði gleði :D við erum að fara á The Prise is Right :D og er ég gjörsamlega að tapa mér úr spenningi :D. Planið er að reyna að vera eins hress og hækt er og hafa ógeðslega gaman af þessu :D.
Annars höfum við Davíð það frábært og hafa Marisa og Jón tekið fáránlega vel á móti okkur og vonandi þá getum við sýnt þeim hversu rosalega þakklát við erum að fá að vera hérna með þeim en þau eru bjargvættirnir okkar. Marisa oh Jón eru í mjög svipaðri stöðu og við s.s að leita að vinnu og með möguleikan opinn að halda áfram í námi en það er ekki draumurinn akkúrat núna. Ég hef verið að velta fyrir mér að kanski bjóðast til að taka unda út að labba fyrir pening en ég þarf eiginlega bíl til þess :S.
En nóg með það ég segi bara over and out og megi Guð gefa ykkur frábæran dag og gleði í hjarta :D.
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment