Þá er komið að því. Linda og Sveinbjörn fara á morgun (já eða í dag þegar þið lesið þetta heima á Íslandi ;D). Núna tekur alvaran við, skóli, vinnu leit, vinna (í mars s.s.) og hvað annað sem felst mikillar ábyrgðar ;9. Í kvöld panntaði Davíð fyrir mig þá bók sem ég þarf á að halda fyrir næstu önn og á hún að koma á þriðjudaginn en þangað til ætla ég bara að reyna að læra vel á kerfið og undirbúa mig en það er ekki laust við að ég sé soldið stressuð þar sem aðstæðurnar eru svo öðruvísi en fyrir síðustu önn s.s við erum heimilislaus bara svona til að nefna eitthvað ;9.
Annars áttum við góðan dag í dag en við fórum í Mall sem er hérna ekki svo langt frá en ég fékk að versla smá sem var ÆÐI en það var allt í Forever 21, buxur, peysa (sem Linda gaf mér :D), bol, hlírabol og annann bol og kostaði það allt rétt um 50 dollara, nokkuð gott :D.
Annars erum við bara að halda okkur í rónni núna, systkinin eru að spila Mario og er ég að spá í að blanda mér í þann hóp eftir smá.
Ég sendi bara knúsa heim og bið Guð að blessa og varðveita ykkur öll.
Fjóla og co
1 comment:
það er engin lognmolla hjá ykkur frekar en venjulega við amma sendum kveðju
Post a Comment