Thursday, January 27, 2011

Ánægð með mig

Í morgun fór ég með strákunum í leikfimi og rosalega var ég fegin að komast loksins í ræktina eftir að hafa verið í algjöru leti í N.Y. en ég er fagin að geta sagt að ég hef enþá hellings úthald en ég var rétt tæplega 50 mín á púla og ég hefði getað búlað aðeins meir :D. Strákarnir eru í einhverju prógrami þannig að það er gott að vita að þeir eiga eftir að ýta á eftir mér að fara í ræktina ;D.
Marisa er búin að vera að vinna í allan dag og kemur ekki heim fyrr en kl 9:30-10:00 :(. Strákarnir eru núna að labba út í búð að kaupa bara eitthvað smáræði sem vantar upp á kvöldmatinn en það verður bara taco sem þeir fá hjá mér í þetta skiptið með heimatilbúnu guacamole þar sem við erum að drukna í avocados (sem er gott vandamál að hafa ;D).
Ég náði loksins að heyra eitthvað smá í Helgu minni (þrátt fyrir að það væri skriflegt) en nú er komið nóg og er planið að reyna að ná í hana sem allra allra fyrst :D.
En nóg með það ég sendi bara kveðjur heim og bið Guð að vera með ykkur alltaf :D.

Knúsar Fjóla og co

1 comment:

Helga said...

Dugnaður í þér að fara í ræktina! Ég þarf að far að taka mig á svona á nýju ári, þarf bara að finna einhvern til að passa uppá Fróða minn á meðan.
Hlakka til að heyra í þér, er með kveikt á skæðpinu þegar ég er heima.
Knúsar