Hér gengur allt rosalega vel. Í gær fórum við í Mini Golf nánat tiltekið Cosmic Golf þar sem við spiluðum í UV ljósi gegjað gaman :D. Eftir það fórum við á Albertos sem er alvöru mexicóskur staður og umm umm UMMM hvað það var gott :D. Ég fékk mér burrito með kúkling, guacamole og fersku salsa ohhhh..... svo gott (pabbi og mamma þið hefðuð dáið þetta var svo gott) Davíð fékk sér eins og ég nema með steik í staðin fyrir kjúkling og osti aukalega. Það er alveg á hreinu að ég vil fara á þennan stað allaveganan einu sinni aftur áður en við flytjum burt. Í gær fór hitinn upp allavegana 89°F s.s. 31°C :S og það er janúar.
En við höfum verið að spila soldið Mario leikinn sem Davíð fékk í jólagjöf frá systkinum sínum og VÁ hvað við höfum skemmt okkur vel þrátt fyrir harða keppni :D. Í dag er planið að setja í slatta af vélum og taka til jafnvel þrífa smá, vonandi næ ég að sannfæra sjálfa mig að lesa eitthvað gáfulegt :S (sjáum til með það).
Ég er loksins búin að kaupa mér stígvél og meira að segja tvenn en svört og ein brún mjög ólík :D. Ég ætla að taka mynd af mér í þeim fljótlega og seta á netið :D en ég segi takk pabbi og mamma og tengdfó fyrir þau :D.
Læt þessar myndir ljúka blogginu, elska ykkur :D
Þegar við gengum út úr mallinu á laugardaginn þá blasti við okkur þetta fallega sól setur :D
Svona raða verkfræðingar inn í ísskáp (já og mamma mín ;D)
Joy að lúlla
Guð veri með ykkur öllum :D.
1 comment:
Vá það er engin smá hiti hjá ykkur :)
Knús Kristín
Post a Comment