Wednesday, January 05, 2011

Ég á afmæli í dag :D

Þá er ég bara orðin 27 ára :S. Úffff....
Davíð minn vakti mig í morgun og fékk ég að opna nokkra pakka sem mér höfðu borist :D. Reynir afi og Adda amma höfðu sent mér kort til pabba og mömmu og barst mér s ú afmælisgjöf í gegnum tölvuna og þakka ég kærlega fyrir mig elsku afi og amma. Lilly amma og Maddi afi við þökkum kærlega fyrir okkur :D. Pabbi og mamma takk fyrirm ig en eins og þið vitið er ég strax byrjuð að eiða afmælisgjöfinni ;D en er búin að ákveða að láta loksins verða af því að kaupa mér spari stígvél :D. Hlinsy minn og Dísa mín ég get ekki beðið að setjast niður og horfa á dsvd diskinn sem þið gáfuð mér :D Takk. Kristín mín takk kærlega fyrir mig ég mun koma rammanum í notkun eins fljótt og ég kemst til að prennta út myndir ;D.
Davíð minn gaf mér svo Cesar Millan en ég er búin að bíða svo lengi eftir að fá meiri seríur með honum, takk hjartað mitt :D.
Í dag er svo planið að byrja að læra og vera dugleg að því svona allavegana fyrri partinn og svo held ég að Benjamín ætli að koma til okkar í kvöld og þá förum við eitthvað út að borða :D.
Ég sendi annars bara knúsa heim og takk fyrir allar hamingju óskirnar :D.

Guð veri með ykkur

Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Afmælisknús til þin Fjóla :)

Kristín og voffarnir :)