Monday, September 27, 2010

Markt í gangi hjá mér :D.

Það er sko ekki lítið frammundan hjá mér þessa dagana og næstu vikur og mánuði. Svanhvít frænka er í þessum töluðu orðum að leggja afstað til N.Y. frá D.C. og förum við Moli og náum í hana á eftir þegar hún lendir hér í Forest Hills :D. Ég hlakka mikið til að hitta bestustustu frænkuna sem éghef ekki fengið að eiða neinum tíma með í svo hrillilega langan tíma :D.
Ég er, fyrir þá sem ekki vita, búin að skrá mig í einhvern lyfjafræði áfanga í hundaatferlisfræði náminu en þar er ég að læra um þau lyf sem eru gefin gæludýrunum okkar, hvaða áhrif þau hafa o.s.fv. Ég á öruglega eftir að leita til tengdapabba ef ég er ekki að fatta neitt ;D.
Við Davíð fórum í Target í gær og keyftum restina af stólunum sem okkur vantaði fyrir jólinn þannig að núna er allt tilbúið fyrir utan dúk, borðskraut og þess háttar ;D. Við prófuðum borðið og stólana í gær en við erum búin að klára stóran skammt af jólakortunum :D og svo borðuðum við kvöldmat á borðinu í gær :D.
Svo eru það hvolpa prinsessurnar :D. Ég er farin að eiga mjög erfitt með að bíða eftir að komast heim til að sjá þær loksins en ég bið Guð að gefa mér þolinmæði og traust að þetta verði allt í lagi og að ég geti beðið. Kolla er að skipuleggja hvenar hún ætlar að koma með prinsessuna til okkar og þetta er allt að verða frekar raunverulegt.
En að lokum þá koma nokkrar myndir hér af þitlu klessunum sem verða bara sætari með hverjum deginum sem líður.

Sjá þessar feitabollur :D Neðst er Skuld, í miðjunni er Verðandi og efst og feitust er Urður ;D

Verðandi að knúsa litlu skuld og Urður lyggur bara í mestu makindum ofaná þeim báðum ;D

Skuld, Urður og Verðandi svo fallegar og æðislegar að það hálfa væri nóg

Knúsar héðan Fjóla og Moli

4 comments:

Helga said...

Oh, þær eru æðislegar allar saman!
(Pant samt fá Verðandi hingað :p)
Knúsar og hlakka til að heyra í þær á Skæp þegar þú mátt vera að ;)

Anonymous said...

Þær eru notlega bara æðislegar hlakkar svo til að fara að skoða þær með þér þegar þú kemur ;)

Knús Kristín

Maríanna og Tara said...

Ég er nú ekki tjúa manneskja en Skuld heillar mig og Töru mest á þessum myndum

Anonymous said...

já ég er hrifin af henni líka og Verðandi :D

Kv Fjóla