Sunday, September 05, 2010

Helgar fréttir

Hérna í USA er löng helgi þar sem Labor day er á mánudaginn :D. Í gær fórum við út að skokka rétt tæpa 5 km og var meðal hraðinn okkar 8,8 km. Moli kom með okkur og var það sko ekkert mál fyrir prinsinn enda ekki mjög heitt úti.
Ég dag aftur á móti fórum við í smá skrapp bókar leiðangur í NYC :D. Við kíktum í tvær búðir og enduðum svo á Michaels og ég sé að ég þarf ekkert að vera að spá í nienum öðrum búðum, Michaels er langs samlegast best :D. Ég fékk að kaupa mér eina skrapp bók og svo nokkra límmiða enda er ég að undirbúa mig að skrappa eitthvað af þessum 750 myndum sem ég prenntaði út fyrir ekki svo löngu :S.
Enn úna erum við öll þrjú komin heim og erum að taka því rólega enda fátt skemmtilegra en að taka því róleg ;D. Á morgun er so sem ekkert planað nema að labba út í grænmetis og ávaxtabúð og sjá hvort hún sé opin og kaupa þá plómur en við keyftum svo góðar plómur hjá þeim um daginn :D.
Á miðvikudags kvöldið kemur svo Sveinbjörn til okkar og verður í tæpa tvo daga áður en hann og Davíð fara til Californiu og skilja mig og Mola ein eftir sem verður nú ekki skemmtilegt skal ég segja ykkru :S.

Knúsar héðan Fjóla og co

1 comment:

Helga said...

Dugnaður í ykkur og Mola. Þú verður svo bara að spjalla við mig á skype svo þér leiðist ekki of mikið þegar þeir eru farnir. Vá hvað ég hefði verið til í að koma í bókaleiðangurinn með ykkur :D
Sendi knúsa frá Norge