Wednesday, September 22, 2010

Gott fólk

Það er brjálað að gera hjá Davíð þessa vikuna og fáum við Moli nánast ekkert að sjá kallinn. Hann kom rétt (og þá meina ég rétt) fyrir 11 pm í gær en núna eru bara endalausir fundir og Obama á að tala á morgun og kanski í dag þannig að göturnar sem eru næstar Sameinuðuþjóðunum eru alveg lokaðar og þú getur ekki fengið að keyra né ganga þar nema að vera með UN passa :S. Mér skilst að Jóhanna og Össur hafi átt að koma í dag og þá léttist kanski eitthvað á þessum fundum hjá Davíð þar sem þau eiga eftir að mæta. En hann er nokkuð viss um að vera kominn heim um kvöldmatar leitið í dag þannig að ég er sátt með það.
Annars er ég búin að vera meka löd í dag, er uppi í rúmi enþá og var að horfa á Audda og Sveppa kallana en þeir eru alltaf skemmtilegir. Moli er algjört leti dýr líka sem ýtir bara undir mína leti. En planið er að fara núna á stjá og taka góðan labbitúr með prinsinum og kíkja svo út í búð að versla smáræði sem vantar til heimilisins. Ég rifjaði upp uppskrift sem ég sá framhvæmda hjá Sigrúnu frænku og Ingfólfi en það er bara tómatar, basalíka, hvítlaukur, olívuolía og smá salt og pipar, öllu blandað saman og sett á brauð ummm það er MÖKK gott þannig að mig vantar núna alvöru baguette til að setjaþ að á ummm svo gott.
Ég er búin að vera alveg rosalega dugleg að skrappa síðastlðina 2ö3 daga en ég er núna ða skrappa þegar við Davíð og Moli fórum Hringinn í kringum ísland :D. Ég væri búin með hana en mig vantar tvö auka plöst til að hún klárist alveg, kanski klára ég samt þessar fjórar blaðsíður og geymi í annari möppu á meðan, ég hef trú á því að ég geri það á eftir ;9, en ég skal líka henda inn myndum af því sem ég er búin með seina í dag :D.
Annars styttist óðfluga í hana Svanhvíti mína, en það eru bara 5 dagar í það :D VÁ ég þarf að finna út hvað skal gera með kellunni því ekki dugir að hanga heima þá;D. Ég treysti líka á að Svanhvít sé rat vís því ég er það ekki :S.
Það eru líka þrjár vikur og tveir dagar í að ég komi heim til íslands til að hitta vini, fjölskyldu og auðvita skoða hvolpa prinsessur ;9. Ég er búin að sitja við að búa til alskonar lista fyrir ferðina og er búin að ná í ferðatöskuna niður í geymslu og er að byrja að raða í hana til að sjá hvað ég hef mikið pláss fyrir dót fyrir aðra eins og mömmu og pabba, Hlyn og eitthvað fyrir Ólöfu veit ég ;9.
En nóg um það ég ætla að koma mér út úr húsi það þýðir ekkert annað, letin má ekki alveg taka yfir það gengur ekki.

2 comments:

Anonymous said...

jeihh ég fæ pláss í töskunni ;) takkk enn og aftur! kv Ólöf

Fjóla Dögg said...

Ekkert mál Ólöf mín :D