Davíð minn fór í vinnuna í morgun þar sem hann var hitalaus allan gærdaginn og leið miljónsinnum betur heldur en síðastliðna daga.
Ég fékk að sofa til níju í morgun sem var mjög kósý þar sem ég hef ekki verið að sofa neitt allt of vel síðastliðna daga þar sem ég á erfitt með að venjast klæingunni hérna hún er svo hávær. Annars er ég búin að vera að taka til, riksuga, þurka af og setja í vél en fasteignasalinn hennar Heatherar (konan sem á þessa íbúð) var að uppfæra myndirnar síunar. Á morgun kemur svo einhver að skoða íbúðina þannig að það verður áhugavert.
Annars erum við Davíð að velta mikið fyrir okkur hvernig jólin verða hjá okkur og svo AUÐVITA hvar við verðum eftir áramót. Við höfum velt fyrir okkur tveim möguleikum. Spurningin er hvort við komum heim yfir jól og áramót og verðum þá búin að flytja héðan og erum þá bara tilbúin að fara á næsta áfangastað en við vitum ekki hvort að við fáum pössun fyrir Mola en ég er búin að tala við Violu vinkonu mína en hún er huksanæega að fara eitthvað yfir hátíðarnar líka. Hinn möguleikin er að vera í N.Y. yfir jólin og kanski ná að plata einhvern til að eiða jólunum með okkur hérna úti og svo kanski hjálpa okkur að henda í kassa því sem eftir er ;D.
En svona eru okkar pælingar þessa dagana. Sveinbjörn tengdapabbi er svo að koma í næstu viku og fara þeir Davíð til Californiu að hitta Benjamín þar næstu helgi. Davíð er þessvegna búinn að sækja um hjá fult af lögfræði fyrirtækjum í LA og vonast eftir að fá viltalstíma þannig að við værum alveg hrillilega þakklát ef þið mynduð hjálpa okkur að biðja fyrir því það væri alveg rosalega mikilvægt fyrir okkur að fá smá jákvæða kvattningu í þessu öllu smana.
Annars hef ég verið að vinna í jólagjöfum og er ég komin langt á leið með þær flestar sem er algjört æði :D.
En ég sendi bara knúsa á ykkur og bið Guð að blessa og varðveita ykkur :D.
Fjóla og co
1 comment:
Oh hvað ég vona að þið komið heim um jólin það væri yndislegt :)
Knús Kristín og voffaskvísunar
Post a Comment