Thursday, September 09, 2010

Sveinbjörn kominn

Í gær kom tengda pabbi til okkar og verður hann hjá okkur þangað til Davíð og hann fara til Californiu á föstudaginn.
Davíð vaknaði eld snemma í morgun og fór á lögfræði morgun hitting hjá einni kirkju hérna þannig að við Sveinbjörn erum aðeins að tölvast áður en við förum út að gera eitthvað sniðugt ;D.
Í gær náðum við tali af Marisu og Jóni sen þau eru að spá í að koma og kíkja á okkur síðustu helgina í október sem væri náttúrulega alveg æðislegt :D.
Ég talaði við Helgu mína í gær í góðan klukku tíma sem var frábært eins og alltaf. Það er mikið búið að vera í kollinum á mér síðastliðna daga sem ég er búin að vera að melta en það er aðalega hvolpar, jólagjafir, flutningurinn héðan milli jóla og ný árs, ferðin til Californiu um áramótin og hvað tekur við eftir áramót :S. Þetta eru allt stórar spurningar og maður getur alveg gleymt sér í þeim ef maður huksar of mikið þannig að það þarf að gefa heilanum pásu öðru hvoru ;D.
En annars hef ég fátt annað að segja nema bara það að ég ætla að fara að gera mig til fyri daginn og reyna ða finna einhvern morgunmat handa okkur en það er víst eitthvað lítið til af honum þá meina ég ekki til mjólk ;D.

Knúsar heim og Guð veri með ykkur.
Fjola

1 comment:

Anonymous said...

Alltaf gaman að fá heimsókn :)

Knús Kristín