...hvolpa myndir. En þannig er mál með vexti að við Davíð erum að spá í að fá okkur eina af þessum tíkum hjá henni Kollu sem er ræktandinn hans Mola. Ég er að fara að skoða þær núna í október þegar ég fer heim og vonandi er ein þarna sem er fyrir mig ef Guð lofar.
En hér koma myndir af skvísunum og foreldrunum.
Þarna er hún Katla sem er mamma hvolpanna
Þetta er svo hann Úlfur eða Ulli eins og hann er kallaður. Annað augað á honum er soldið skrítið vegna þess að hann lenti í stórum hundi fyrir einhverjum árum held ég og misti næstum augað en ég efa að hann sjái neitt með því.
ok þetta er svo prinsessa nr. 3 en hún er með minst brúnt í sér
Þetta er svo prinsessa nr 1 en hún og nr 3 eru með mest hvítt á bringunni
Þetta er svo prinsessa nr 2 en hún er með lang minst af hvítu á bringunni (ég er 95% viss um að ég sé með þær réttar ;D en þær eru allar frekar jafnar)
Langaði svo að setja þessa mynd inn bara vegna þess að hún er ógeðslega sæt en ég er ekki viss hver þetta er en það er allavegana nr 1 eða 2.
Hæerna eru þær svo allar búnar að opna augun en þarna eru þær rétt tæplega tveggja vikna.
Vildi bara deila þessu með ykkur þar sem þetta er komið ansi langt í pípunum en við sjáum hverju guð lofar.
kv Fjóla og co
3 comments:
Úff þetta er aðeins of spennandi get ekki beðið eftir að koma með þér að skoða sæturnar :)
Knús Kristín
I am very excited about this.
-Riss
Thad er ein af thessum skvisum handa ther Fjola min, ekki spurning!
Knusar
Post a Comment