Þá er helgin búin en við Davíð náðum að afkasta þó nokkru yfir helgina. Við keyftum eitthvað af jóla og afmælisgjöfum sem er alveg frábært að vera búin með :D.
En núna tekur vikan við og verður hún upptekin allavegana hjá honum Davíð mínum :S. Í þessari vikur er nefnilega Obama á leiðinni til N.Y og er hann að fara að tala hjá sameinuðuþjóðunum þannig að það verður nóg af mikilvægu fólki i borginni. Okkar forsætisráðherra mun mæta ásamt utanríkisráðherra og fær Davíð að fara út að borða með þeim á fimmtudaginn sem er bara skemmtilegt fyrir hann :D. Við Moli eigum því eftir að vera soldið mikið ein þessa vikuna og þurfum því að reyna að halda okkur uppteknum við þrif, tiltekt, skrappbókagerð, labbitúra og því um likt.
Moli lyggur núna stein sofandi undir sæng og hefur það kósý en ég held að ég fari og setji í þvotta vél þar sem það er nóg af þvotti að þvo.
Annars er það að frétta að Svanhvít hringdi í mig í gær og er hún komi til N.Y. en hún er hjá Guðbjörtu vinkonu sinni núna, svo fer hún til Kellyar vinkonu sinnar sem er í D.C og svo kemur hún til mín þann 27. sept og ég fæ að hafa hana þangað til hún fer heim 2. okt :D. Ég ætla að vera dugleg að finna út hvað ég get gert með henni og sýnt henni svo hún fari nú ekki heim án þess að hafa séð þetta helsta ;D.
En nóg í bili ég bið ykkur bara vel að lifa og Guð veri með ykkur eins og alltaf ;D.
Knúsar Fjóla og Moli
3 comments:
Alltaf gaman að fá heimsókn :) Svo eftir hana styttist nú bara í að þú komir til Íslands :D
Knsú Kristín
ohh ég vildi að ég hefði tíma til að skreppa til N.Y. það er búið að bjóða okkur gistingu og allt... en önnin er troðfull af allskonar verkefnum svo ég kemst ekki neitt :( og gistingin er bara í boði á þessari önn því vinur Bjarka er að fara flytja eftir áramótin.
kv Ólöf
Bara að kvitta fyrir komuna;) þú ert ekkert smá duglega að blogga;) ég hef valla við að fylgjast með!! Myndirnar eftir fellibylinn eru ótrúlegar!!
Kveðja frá Finnlandi
Anna
Post a Comment