Jæja gott fólk haldiði ekki að ég sé bara á leiðinni heim til Íslands í október :D. Ég er búin að pannta miðan og ég kem morguninn 15. okt og fer aftur heim seini part sunnudags 24. okt þannig að ég rétt um 9 daga heima í sælunni :D.
Ég var búin að plana að koma fyrr en miðarnir voru svo miklu dýrari þá þannig að ég varð að sætta mig við að koma seina en það sem er erfiðast við það er að missa af því að hitta afa og ömmu í Brúnastekk :S. Ég næ þó með þessu móti að vera þegar pabbi og mamma eru komin heim frá Flórída sem er frábært.
Núna er bara að skipuleggja tíman vel þegar ég kem heim en ég er nokkuð viss um að ég verði á fullu mest allan tíman enda ekki margir dagar og án efa nokkrir þeirra sem verða hjá Kollu og hvolpunum ;D. Ég hlakka svo mikið til að hitta Kristínu vinkonu og fara í labbitúrar í alvöru íslensku veðri með alla voffana en ég er ekkert smá spennt að sjá Draumey í fyrsta skipti :D.
Annars má alveg biðja fyrir hvolpa málunum hjá okkur Davíð að þau fari á réttan hátt fram og allt gangi vel þar en Kolla er svo pottþétt að það þarf nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því.
Annars var það ekki fleyra gat bara ekki beðið að senda ykkur þessar fréttir enda alveg að springa úr spenningi að koma heim :D.
Knúsar Fjóla og Moli
1 comment:
Er svo glöð að ég nái að hitta aðeins á þig, þó það verði ekki langur tími! :D :D :D
Post a Comment