Friday, September 10, 2010

Dagurinn í gær með tengdapabba :D

Í dag átti ég one on one tíma með tengdapabba... ja Moli var með ;D. Við kíktum á ströndina nánar tiltekið Long beach. Moli fékk að koma með og VÁ, VÁ hvað minn var glaður að fá að hlaupa laus, frjáls frá haldi taumsins :D. Ég alveg naut mín í botn og er staðráðin í því að fara þangað aftur sem fyrst meðan hundar eru leifðir á ströndinni en það er til lok október.
Við kíktum svo í T.J. Max en Century 21 var lokað bæði í gær og verður lokað í dag. Ég náði ótrúlegt en satt að kaupa eitthvað af jóla og afmælisgjöfum sem ég er alveg í skýjunum með :D.
Eftir veslið fórum við öll þrjú til Manhattan og upp í vinnu til Davíðs en Sveinbjörn hefur náttúrulega aldrei komið þangað. Eftir vinnu kíktum við á China Grill stað sem er svona fansí kínamatur eða það sem þeir borða á hátíðisdögum og var það alveg rosalega gott :D.
Þegar heim var komið var troðið í sig smá af íslensku nammu ummm og horft á Mr. Bean fyrir svefnin ;D.
En loksins loksins hef ég myndir að sýna ykkur þannig að njótið þeirra í botn, hver veit hvenar þið fáið svona blogg aftur ;D.

við tengdapabbi komin á ströndina en út um alla strönd lágu alveg risastórar skeljar með skel fisk í

Moli gjörsamlega að tapa sér en strax og fæturnir snertu sandinn var eins og hann gleymdi alveig hvernig á að haga sér í taum ;D, enda fékk taumurinn að fjúka

Fallegt og svo ferskt loft ummm gegjað :D

afi að henda polta og Moli að hlaupa á eftir honum en hann var of stór til að koma með hann til baka ;D

GAMAN!!!!

Falleg mynd

Moli strandar prinsinn

eitthvað lík af skrítnu sjáfar dýri sem ég veit ekki hvað heitir

Við mæðginin

HLAUPA!!!!!

ég

Moli í rokinu

MAMMA!!!

Komin upp í vinnu til Davíðs

og þarna erum við svo að borða á Kínverska matsölustaðnum en þetta er Calamari salat og lamba rif.

Þarna er svo skirt stake með núðlum og djúpsteiktum shitake sveppum ;D

Á leiðinni heim í lestinni

Moli búinn á því eftir langan dag

Dúllan ;D

Kveðja héðan Fjóla og co

3 comments:

Anonymous said...

þetta sjávardýr er krabbi. er nánar tiltekið horseshoecrab. Afþví þegar hann er heill lítur hann út einsog hófur á hesti.
alltaf gaman að lesa bloggið þitt

Anonymous said...

Vá fullt af myndum :)

Knús Kristín

Helga said...

Vá hvað Fróði hefði verið til í að hlaupa á ströndinni með Mola sínum.
Sendum knúsa